Færsluflokkur: Vefurinn

Loftslag.is - Magnandi svörun (e. positive feedback)

Magnandi svörun (e. positive feedback) er hugtak sem er frekar mikið notað í loftslagsfræðum. Þar er átt við ferli þar sem afleiðingin magnar upp orsökina og veldur keðjuverkun með hugsanlega slæmum stigvaxandi áhrifum. Á hinn bóginn getur afleiðing myndað mótvægis svörun (e. negative feedback) á móti orsökinni og dregið úr henni.

Magnandi svörun

Við hlýnun jarðar eru ýmis ferli sem valda magnandi svörun.  Við hlýnun eykst t.d. raki eða vatnsgufa í andrúmsloftinu og þar sem vatnsgufa er gróðurhúsalofttegund þá magnar það hlýnunina upp....

---

Lesa má nánar um magnandi svörun á vefsíðunni loftslag.is, sem opnar formlega laugardaginn 19. september.

Ég vil einnig minna á Facebook síðu Loftslag.is fyrir Facebook notendur.


Loftslag.is - Spurningar og svör

Hérundir höfum við ágætt dæmi um innihald undirsíðu sem er hluti af heimasíðunni Loftslag.is. Textinn er hluti af Spurningar og svör undirsíðunni. Loftslag.is opnar með formlegum hætti þann 19. september nk. Það er þó hægt að fara inn á hana strax í dag og fá hugmynd um hvernig síðan verður uppbyggð. Þess ber þó að geta að síðan er enn í vinnslu.

---

Þróun styrks koldíoxíðs í andrúmsloftinu

Þróun styrks koldíoxíðs í andrúmsloftinu frá byrjun iðnbyltingar hefur verið uppá við. Koldíoxíð er yfirleitt álitin vera aðalgróðurhúsalofttegundinn í andrúmsloftinu. Koldíoxíð er í það miklu magni í andrúmsloftinu að það hefur mikil heildaráhrif sem gróðurhúsalofttegund. Hægt er að lesa frekar um gróðurhúsaáhrif á Loftslag.is. Frá því iðnbyltingin hófst hefur styrkur koldíoxíðs farið úr u.þ.b. 280 ppm (part per million) í um 387 ppm. Þetta er um 38% aukning í magni koldíoxíðs í lofthjúpnum.

---

Loftslag.is

 ---

10/9 - smávægileg breyting í texta, sjá athugasemd


Ný heimasíða - Loftslag.is

Þann 19. september mun opna formlega ný heimasíða á vefslóðinni loftslag.is. Þetta er vefsíða sem ætlað er að verða upplýsingaveita um loftslagsmál á íslensku. Fréttir er varða loftslagmál munu fá sitt pláss á síðunni ásamt bloggi frá ritstjórn. Einnig höfum við áhuga á að sækja í brunn gesta sem þekkja þessi fræði vel og birta gestapistla um þessi mál. Á síðunum verða einnig upplýsingar um vísindin, þ.e. fastar síður þar sem hægt verður að lesa um ýmsar staðreyndir um loftslagsmál.

 

 

Ritstjórn vefsíðunnar Loftslag.is skipa Höskuldur Búi Jónsson og sá sem hér skrifar, Sveinn Atli Gunnarsson.

Vonumst við eftir að geta komið á fót öflugum vefmiðli með nýjustu fréttir og ýmsar upplýsingar um loftslagsmál. Síðan hefur verið í vinnslu um nokkurt skeið nú og áfram á eftir að fínpússa síðuna fram að opnun. Nú þegar er hægt að skoða föstu síðurnar um vísindalegu hliðina, en þess ber að geta að þær síður eru enn í vinnslu og eru sumarhverjar ókláraðar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband