Lúksus jeppar rokseljast

Það hafa víst selst um 200 Toyota Land Cruiser 200 bílar á Íslandi. Í fréttunum núna áðan var viðtal við einn eigenda Toyota, þar sem hann sagði frá því að þessi bíll rokseldist á Íslandi og í Rússlandi, en lítið sem ekkert í Danmörku. Í Danmörku er tollakerfið ekki svo gott fyrir sölu svona bíla sagði hann. Það er svo sem ekkert skrítið því kerfið í Danmörku ívilnar ekki stórum og eyðslumiklum bílum. Ekki ætla ég nú að verja danska kerfið því bílar í Danmörku eru dýrir. Við mættum þó alveg setja svolítið hærri gjöld á bíla sem eru stórir og eyða miklu eldsneyti, og ívilna sparneytnum bílum á móti. Sérstaklega nú þegar við þurfum að minnka útblástur koltvísýrings. 

Annað þessu tengt er, að ég var staddur á bílastæði í Ögurhvarfi í dag. Þegar að var komið var þar einn Range Rover, það er víst eitthvað til af þeim bílum. Eftir smástund kom þar annar bíll sömu tegundar. Sem sagt af þeim ca. 10-15 bílum sem á stæðinu voru, voru 2 Range Rover og reyndar um stund einnig einn Land Rover. Er það kannski svo að það sé ekkert einstakt við að eiga Range Rover í dag, eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband