Á að byggja í Elliðaárdalnum?

Um þessar mundir er verið að berjast fyrir því að Elliðaárdalurinn í Reykjavík verði verndaður sem útivistarsvæði og fyrirhugaðri byggingu allt að 15m hárrar slökkvistöðvar verði fundin hentugri lóð annarsstaðar.

Það er mikilvægt að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fái hentuga lóð sem tryggir öryggi allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Nálægð við stofnbrautir skiptir hér miklu og við hvetjum yfirvöld til að leggja sig fram við að finna slökkviliðinu hentuga og örugga lóð annarsstaðar en yfir miðjum Elliðaárdal.

Bygging svipaðrar stærðar og fyrirhuguð slökkvistöð við Stekkjarbakka - séð frá Breiðholtsbraut. Tölvugerð myndElliðaárdalurinn er geysilega fagurt útivistarsvæði með fjölsóttum hjóla- og  göngustígum auk reiðvega. Eftir dalnum rennur laxveiðiá, nokkuð sem er einstakt í höfuðborg. Hér getum við auðveldlega komist í nálægð við hraun, skóglendi og fossa inní miðri borg. Elliðaárdalurinn er einstakur og við megum ekki sofa á verðinum. Hafa ber í huga að þetta snertir bæði okkur öll og komandi kynslóðir.

Allir geta mótmælt þessari staðsetningu slökkvistöðvarbyggingarinnar með því að senda tölvupóst á skipulag@rvk.is, þar þarf að koma fram að viðkomandi mótmæli breytingum á Aðal- og deiliskipulagi Stekkjarbakka, sem gerir ráð fyrir byggingu slökkvistöðvar á Stekkjarbakkanum. Einnig að viðkomandi telji að ekki eigi að byggja í og við Elliðaárdalinn sem er eitt helsta útivistarsvæði Reykvíkinga. Þar af leiðandi vilji viðkomandi hvetja til þess að þessar breytingar á Aðal- og deiliskipulagi Stekkjarbakka verði felldar og slökkvistöðinni fundinn annar staður og stuðla beri að því að efla heildarskipulag Elliðaárdalsins sem útivistarsvæðis.  Nafn, kennitala og heimilisfang þess sem sendir tölvupóstinn þarf að koma fram. Athugið að frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 31.október n.k. Þeir sem ekki senda inn athugasemd teljast samþykkja tillöguna. Athugið að það tekur aðeins örstutta stund að senda athugasemd.

Það er hægt að kynna sér þessi mál nánar á  http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-85 

Þess má einnig geta að á http://www.facebook.com/ er hópur sem kallast "Verndum Elliðaárdal" og eru stuðningsmenn málefnisins hvattir til að koma í hann. Það eru í dag yfir 1500 meðlimir og bætist jafnt og þétt í þann hóp á hverjum degi, rúmlega 100 á dag síðustu daga.

Ýmsar fréttir úr fjölmiðlum:

Frétt frá Stöð2

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=8fabbd63-6345-416a-b1e4-d06a3c2b6587&mediaClipID=5aec7586-5d75-4439-99ee-e0fe0b79a39d 

Viðtal við Bergljótu Rist, talsmann hópsins, á RÚV morgunútvarpinu Rás 2.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4440974/6 

Frétt á RÚV 

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4433430/4

Frétt á Eyjunni:

http://eyjan.is/blog/2008/10/25/850-hafa-skrad-sig-a/

Það er frétt í Fréttablaðinu föstudaginn 24. október. Síðastliðinn þriðjudag (22. október) birtist grein eftir Kristin Arnarson um málið í umræðunni í Morgunblaðinu, bls. 23. 


mbl.is Mótmæli vegna slökkvistöðvar í Elliðaárdal afhent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála þessu, það á ekki að byggja slökkviliðsstöð þarna, það er nóg um aðrar staðsetningar sem eyðileggja ekki ósnortna náttúru.

 Auk þess var gerð könnun og stór hluti Reykvíkinga heimsækir Elliðarárdal 3svar sinnum eða oftar á ári.

Kveðja Andrea.

Andrea (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband