Minnkandi jöklar

Það er ekki bara Snæfellsjökull sem hopar, sbr. frétt á Rúv. Talið er að ef jökullinn haldi áfram að bráðna jafn hratt muni hann verða horfinn fyrir næstu aldamót. Þarna er verið að tala um sömu bráðnun og verið hefur hingað til. 

Chacaltaya jökullinn í Bólivíu hvarf að mestu í ár. Svæðið sem þessi jökull er á, er í fjallasvæði Bólivíu og þarna var framan af fjölsótt skíðasvæði. Skíðasvæðið bauð upp á langar skíðabrekkur í jöklinum sem er í u.þ.b. 5.400 metra hæð yfir sjávarmáli. Svæðið hefur í nokkur ár verið ónothæft sem skíðasvæði og í ár er jökullinn nánast horfinn. Myndin hérundir sýnir hvernig jökullinn hefur tekið breytingum frá 1940 til 2007. Á níunda áratugnum spáðu bólivískir vísindamenn því að jökullinn myndi bráðna alveg árið 2015, miðað við þá bráðnun sem þá átti sér stað. Það má því segja að jökullinn hafi bráðnað hraðar en þær spár gerðu ráð fyrir. Jökullinn er talinn hafa verið um 18.000 ára gamall.

 Mynd 1 - tekin af vef BBC

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi þróun hefur ekki bara áhrif á skíðafólk, heldur breytir þetta vatnsbúskapi svæðisins. Jöklar hafa þann eiginleika að vera einskonar birgðasafn fyrir vatn. Þegar þeir hverfa þá kemst ójafnvægi í vatnsbúskapinn og það getur haft í för með sér vandræði fyrir þá íbúa svæðisins sem eru háðir vatni af svæðinu. Það eru því margar hliðar sem þarf að skoða þegar um er að ræða svona hraðar breytingar á loftslagi.

Á bloggi Höskuldar Búa er einnig umfjöllun um jökla hitabeltisins sem vert er að kíkja á.

Heimildir:

Frétt BBC um málið
http://solveclimate.com/blog/20090506/bolivias-chacaltaya-glacier-melts-nothing-6-years-early
http://en.cop15.dk/news/view+news?newsid=1831
http://en.wikipedia.org/wiki/Chacaltaya


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Hér má sjá umfjöllun Veðurstofunnar um Snæfellsjökul (http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1629)  og um Hofsjökul (http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1629)

Loftslag.is, 6.8.2009 kl. 12:58

2 Smámynd: Loftslag.is

Ég tvísendi linkinn. Seinni linkurinn á að vera: http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1630

Loftslag.is, 6.8.2009 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband