Hluti af lausninni

Hér ætla ég ekki að taka sérstaka afstöðu til þessara ákveðnu leiða sem talað er um í fréttinni. Þessi vísindi munu að öllum líkindum vera hluti af þeirri lausn að halda hækkun hitastis undir 2°C. Þetta mark er mikið notað sem viðmið þess hita sem við viljum gjarnan halda okkur undir eins og fram kemur í fréttinni. Ýmsar aðferðir jarðverkfræða (eða loftslagsverkfræða eins og ég vil kalla þau) munu hugsanlega verða til þess að halda okkur undir yfir 2°C markinu. Þar sem það virðist vera erfitt að komast að pólítísku samkomulagi um að minnka losun koldíoxíðs nóg til að ná markinu, þá þarf samhliða að leita annarra leiða. Það eru þó fleiri þættir sem þarf að huga að, m.a. súrnun sjávar sem er önnur hlið á aukningu koldíoxíðs í andrúmsloftinu. Að mínu mati getur loftslagsverkfræðin ekki orðið nema hluti heildarlausnarinnar, þar sem fyrst og fremst þarf að leita lausna til að minnka losun koldíoxíðs.

---

[31.8 - Leiðrétting í teksta]


mbl.is Gervitré til að gleypa koltvísýring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Ef þetta er framkvæmanlegt, þá er vissulega fínt að nota þetta samhliða minnkandi losun. Maður verður bara bjartsýnn á framtíðina þegar sífellt koma fram nýjar og nýjar lausnir - vonandi verða einhverjar almennilega nothæfar.

Loftslag.is, 29.8.2009 kl. 10:56

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég verð nú að segja fyrir mína parta, þá eru þessi loftslagsverkfræði svo ný fræði fyrir mér, að ég á erfitt að átta mig á því hvað af því mun virka og hvernig. Einnig held ég að það eigi eftir að skoða betur hvaða aðrar afleiðingar sumar af þessum lausnum geta haft. Ég held samt að þessi fræði verði hluti heildarlausnar í loftslagsmálum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.8.2009 kl. 11:44

3 Smámynd: Loftslag.is

Skynsamlegustu lausnir samhliða minnkandi losun, eru lausnir sem vinna CO2 úr lofthjúpnum (binda CO2 á einhvern hátt) - það er allavega mín skoðun.

Loftslag.is, 29.8.2009 kl. 14:37

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ekki fæ ég skilið hvers vegna minnkandi losun þarf að vera einhver heilög kýr. Það sem þarf að gera er að minnka koldíoxíð í andrúmsloftinu. Ef það er eunhver ódýrari og einfaldari leið til éss að ná því markmiði en að minnka losun, þá ætti að grípa þá lausn fegins hendi.

Hörður Þórðarson, 30.8.2009 kl. 08:52

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Eins og þetta lítur út í dag þá er ódýrasta lausnin væntanlega að draga úr losun. Þess má geta að margar af þeim lausnum sem fram hafa komið í loftslagsverkfræði (e. geoengineering) eru ekki að líta beint á að minnka koldíoxíð í andrúmsloftinu, þó einhverjar leiðirnar geri það. Það má nefna leiðir eins og að búa til ský, herma eftir ögnum eins og eru í eldgosum sem settar eru hátt upp í himinhvolfið o.fl. í þeim dúr, svona leiðir eru helst að líta til þess að lækka hitastigið.

Ef fram kemur ódýr, einföld og framkvæmanleg leið sem minnkar koldíoxíð í andrúmsloftinu, þá tel ég að hún yrði notuð. Ég hef ekki enn heyrt um þá leið...en vísindamenn eru að skoða þessi mál eins og fram kemur í fréttinni.

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.8.2009 kl. 10:22

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Eins og ég sagði í færslunni, þá þekki ég þessa aðferð sem um er rætt í fréttinni ekki nógu vel til að tjá mig sérstaklega um hana. Ég tel þó að minnkun losunar samhliða öðrum lausnum sé skynsamlegasta lausnin.

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.8.2009 kl. 11:20

7 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þessi vísindi munu að öllum líkindum vera hluti af þeirri lausn við að halda hitastiginu undir 2°C.

Þetta segir þú að framan og í fyrstu áttaði ég mig ekki á hvaða endemisvitleysa þetta var. Það væri þokkalegt ef okkur mannskepnum tækist að halda hitastigi jarðar undir 2°C. En ertu ekki að tala um þessa endemissamþykkt G8 ríkjanna að þau ætla að sjá til þess að hiti hækki ekki meira en um 2°C fram til 2050 minnir mig?

Sem betur fer munu pólitíkusar ekkert hafa um það að segja eða geta stýrt því hvað hiti hækkar/lækka á jörðinni nú eða í framtíðinni. Veðurfar og loftslag á jörðinni munu ákvarðast af virkni sólar, geimgeislum, hafstraumum og öðrum náttúruöflum hér eftir sem hingað til. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af CO2 í andrúmslofti sem hefur aukist á umliðnum áratugum, hlutur manna í þeirri aukningu er svo agnarsmár að það hefur ekkert að gera með loftslagsbreytingar. 

Því miður erum við að öllum líkindum að fara inn í LÆKKANDI hita á jarðkringlunni og eftir 2030 mun jafnvel vera komin "lítil ísöld".

Sigurður Grétar Guðmundsson, 30.8.2009 kl. 23:52

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir að benda á þessa smávægilegu yfirsjón hjá mér Sigurður, að sjálfsögðu átti að standa halda hækkun hitastigs undir 2°C eins og fram kemur í fréttinni.

Annars finnst mér að svona fullyrðingum eins þú kemur með, mættu gjarnan fylgja að lágmarki ein tenging á vísindalega rannsókn sem sýnir fram á mál þitt.

Eftirfarandi fullyrðing er t.d. eitthvað sem gott væri ef hægt væri að bakka upp með einhverjum tengli eða röksemd:

"Því miður erum við að öllum líkindum að fara inn í LÆKKANDI hita á jarðkringlunni og eftir 2030 mun jafnvel vera komin "lítil ísöld"."

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.8.2009 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband