Smá hugleiðing

Þar sem ég bjó í Danmörku síðustu tvennar kosningar, eru þetta fyrstu kosningar síðan 1995 sem að ég fylgist með af einhverju viti. Það er fróðlegt að fylgjast með þróun mála nú. Sá flokkur sem að ég aðhyllist, er í vörn og það finnst mér synd. Það er synd þar sem stefna þeirra er mér að skapi. En það er ekki öll nótt úti enn.

Mér finnst þó gaman að fylgjast með og það verður spennandi að sjá hvernig framvindan verður. Hér koma smá hugleiðingar.

Fylki flokkanaFramsóknarmenn bíða eftir þessum venjulega "frammara", sem er þegar fjöldi kosningabærs fólks ákveður á síðustu stundu að það verði að kjósa Framsóknarflokkinn, og þeir "vinna" varnarsigur. Sjálfstæðismenn segja að allt sé í hinu fínasta lagi og allt verði ómögulegt ef vinstri flokkarnir ná að sigra, en gætu þó hugsanlega unnið með öðrum þeirra. VG veður áfram, á grænni bylgju, með formanninn í hlutverki landsföðursins. Samfylkingin er í vörn, sem er að einhverju leiti vegna vandræða með ímynd flokksins. Guðjón Arnar reynir að komast í selskap hinna, með því að gera lítið úr útlendingastefnu frjálslyndra. Já, og Íslandshreyfingin er ekki alveg tilbúin með stefnuna, en ætla að stoppa stóriðju. Og svo var það eitthvað með þá eldri, veit ekki hvort að þau mæta til leiks, heyrði um daginn að þau væru hætt við, en heyrði síðar að þau hefðu fengið úthlutað bókstafnum E.

Það styttist óðum í kosningar, og það verður spennandi að fylgjast með þangað til.

 


mbl.is Sveiflur á fylgi D og V innan skekkjumarka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband