"The Great Global Warming Swindle "

Var að kanna bakgrunn myndarinnar The Great Global Warming Swindle. Það voru nokkur atriði sem að mér finnst vert að taka fram varðandi þessa úttekt.

Í myndinni taka "sérfræðingar" þann pólin í hæðina að stór hluti vísindamanna í heiminum séu með í samsæri. Samsæriskenningin gengur út á að vísindamenn séu háðir sjóðum til að fá styrki (laun) til að halda rannsóknum sínum áfram. Þessir sjóðir gefa frekar vísindamönnum styrk ef að þeir ætla að kanna gróðurhúsaáhrifin, sérstaklega með tilliti til hitabreytinga í andrúmsloftinu. Þessir "sérfræðingar" líta svo á að það séu margir hlutir sem að þessir vísindamenn hafa gleymt að reikna með í líkönum sínum. 

Líkön eru þess eðlis að þau eru einfölduð mynd af því sem er verið að kanna. Þar af leiðandi eru örugglega ýmsir faktorar sem erfitt er að reikna með. Þeir sem eru sérfræðingar þessarar myndar, gera mjög mikið úr því að það séu gallar á þessum líkönum. Það sem er reyndin, er að auðvitað þekkja vísindamenn galla líkana sinna. Það er firra að halda því fram að fleiri þúsund vísindamenn vinni með augun lokuð og falli í þá gryfju að draga ályktanir án rannsókna til að styðja rök þeirra.

En það er hægt að skoða þennan tengil, þar sem að Kevin Grandia greinir myndina. Það er ráð að skoða  tenglana sem að eru í grein hans. M.a. þessi þar sem að bakgrunnur fleiri efasemdarmanna er skoðaður. Hann bendir einnig á í myndinni kemur fram Professor Tim Ball, University of Winnipeg, Department of Climatology, vandamálið er að það er engin deild í Háskólanum í Winnipeg sem ber þetta nafn. Hérna er nokkuð skemmtilegur tengill um það hvernig hægt er að rökræða við efasemdarmenn. Bakgrunnur Martins Durk framleiðanda myndarinnar er einnig á Wikipedia.

Það er sjálfsagt hægt að setja margt út á mynd Al Gore's (An Inconvinient Truth), enda er hún sett upp á einfaldan hátt. En hún byggir þó á mun betri grunni en The Great Global Warming Swindle. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Nú skaltu fara varlega með að dæma.Í University of Winnipeg heyrir

Climatology undir Departments of Geography og Kúrsar í Climatology

eru undir GEOG-2207/xx, ef þú hefur áhuga á hvað kennt er í veður-

fars fræðum.

Þetta með að fræðimenn sem voga sér að efast um það sem kemur

frá pólitískri nefnd eins og IPCC, eru allir spísaðir af með því að þeir

séu á mála hjá olíufélögum, þetta er hálf þreytt argúment þeirra sem

ekki geta sett fram neitt haldbærara.

Annars nægir að benda á hvað vitað er með vissu um sögu veðurfars

á jörðinni til að sjá að mennirnir hafa ekkert að segja með þær breyt-

ingar sem þar verða

Leifur Þorsteinsson, 17.4.2007 kl. 22:04

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

"Annars nægir að benda á hvað vitað er með vissu um sögu veðurfars

á jörðinni til að sjá að mennirnir hafa ekkert að segja með þær breyt-

ingar sem þar verða"

Hvernig getur þú verið svona viss um að þetta sé rétt hjá þér? Það eru ansi margir sem ekki eru á sama máli. Það er í lagi að efast, en þegar efinn er orðinn að einhverri vissu, ja, þá verður maður að leggja fram haldbærar skýringar.

Ég efast t.d. um að öll tölvumódelin og öll gögn sem notuð eru til að skýra loftslagsbreytingar séu raunhæf. En það verður þó ekki til þess að ég hafni alfarið þeim skýringum sem loftslagsfræðingar og aðrir vísindamenn koma með.

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.4.2007 kl. 12:39

3 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Tölvumódel eru ekki eða að litlu leyti vísindi þ.e.empirisk, heldur eru

þau spár og spádómar. Vísindi (empírisk) byggjast á mælingum og

tilraunum sem hægt er að endurtaka og þarmeð staðfesta.

Það eru ekki vísindi að koma með pólítískar málamiðlanir og halda

ráðstefnur um hluti sem ekki standast en eru að vissum prósentu

hluta sennilegar samkvæmt fyrirfram mötuðum tölvumódelum.

Leifur Þorsteinsson, 19.4.2007 kl. 08:07

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þessi "sennilega fyrirfram mötuðu tölvumódel" eru tiltölulega góð og ekki fyrirfram mötuð með upplýsingum, sem passa vísindamönnum. Það er hægt að segja að módelin séu í raun afleiðing þess sem hefur verið mælt. Það var árið 1896 að Arrhenius spáði fyrir um að hitastig jarðar myndi hækka vegna aukningar CO2 í andrúmsloftinu. Hann notaði við þessa spá einfalt módel. Þetta módel hans er mun einfaldara en þau módel sem notuð eru í dag í súpertölvum. Árið 1988 þá spáði James Hansen í frægri spá, með hjálp tölvumódela hvernig framtíðin gæti litið út. Þess má geta að Michael Crichton vitnaði í þessa spá í bókinni State of Fear, hér útskýrir Hansen hvernig Crichton tókst að mistúlka spá hans. Þessi spá hefur gengið tiltölulega vel eftir.

Módelin gerðu einnig ráð fyrir að hitastig í neðsta lag gufuhvolfsins ætti að hækka. Framan af voru einhverjar efasemdir um að mælingar sýndu fram á þetta. En það er þó ljóst í dag að þetta hefur gerst. Módelin spá fyrir um ójafnvægi í inn- og útgeyslun sólargeysla frá sólinni, þetta hefur reynst rétt. Módelin gera ráð fyrir stuttum tímabilum með kólnun eftir eldgos, eldgosið í Mount Pinatubo 1991 staðfestir þetta.

Þetta er m.a. nokkuð því sem módelin hafa verið með í að sýna fram á. Það má einnig benda á þessa síðu þar sem gögn eru sett inn í lofstslagsmódel, með gögnum frá u.þ.b. 1900, tölvumódelið og mælingar passa.

Frá mínu sjónarhorni eru tölvumódelin að miklu leiti byggð á mælingum og tilraunum. Það væri auðvitað mjög gott ef að við hefðum nokkrar tilrauna jarðir þar sem að við gætum gert "raunverulegar" tilraunir. En við höfum ekki þann möguleika.

Persónulega þá finnst mér innlegg þitt, hér að ofan, vera byggt á þekkingarleysi á tölvumódelum, eðli þeirra og tilurð.

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.4.2007 kl. 10:08

5 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Tölvumódel eru byggð á að eithvað hagi sér sem fyrirframm sé gefið,

Sterkasta argúment gegn því að CO2 orsaki hitnun andrúmsloftsins

er mjög svo hár termostuðul í CO2 ca. 186 cal/g sem orsakar töluverða

kælingu þar sem CO2 er til staðar. Þes vegna er CO2 notað í slökkvi-

tæki með fram að ryðja O2 frá eldinum. Lestu hvað climatologar hjá

Meterologisk Institut København hafa að segja um hitastig jarðar

frá 1840 til1998.

Leifur Þorsteinsson, 19.4.2007 kl. 12:09

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gleðilegt sumar Leifur.

Mér þætti vænt um að fá tengil á þessa grein, það væri gott ef að þú settir hann inn. Ég kíkti inn á heimasíðuna, dmi.dk. Það er hægt að mæla með henni. Fullt af góðum greinum um m.a. gróðurhúsaáhrifin. Mér dettur helst í hug að þú hafir verið að meina þessa síðu. En ég átta mig þó ekki á því hvort það er rétt, þú mátt útlista það nánar þegar þú setur tengilinn inn.

Á heimasíðu DMI er mjög gott viðtal við Eigil Kaas sem er prófessor á DMI, þar sem hann útskýrir ýmsar mýtur úr umræðunni um gróðurhúsaáhrifinn, mæli með því að lesa það. Það eru fleiri síður hjá DMI, þar sem talað er um loftslagsbreytingar, mæli bara með þessari síðu fyrir alla sem eru með áhuga á veðurfræðum eða loftslagsfræðum. 

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.4.2007 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband