Ný heimasíða - Loftslag.is

Þann 19. september mun opna formlega ný heimasíða á vefslóðinni loftslag.is. Þetta er vefsíða sem ætlað er að verða upplýsingaveita um loftslagsmál á íslensku. Fréttir er varða loftslagmál munu fá sitt pláss á síðunni ásamt bloggi frá ritstjórn. Einnig höfum við áhuga á að sækja í brunn gesta sem þekkja þessi fræði vel og birta gestapistla um þessi mál. Á síðunum verða einnig upplýsingar um vísindin, þ.e. fastar síður þar sem hægt verður að lesa um ýmsar staðreyndir um loftslagsmál.

 

 

Ritstjórn vefsíðunnar Loftslag.is skipa Höskuldur Búi Jónsson og sá sem hér skrifar, Sveinn Atli Gunnarsson.

Vonumst við eftir að geta komið á fót öflugum vefmiðli með nýjustu fréttir og ýmsar upplýsingar um loftslagsmál. Síðan hefur verið í vinnslu um nokkurt skeið nú og áfram á eftir að fínpússa síðuna fram að opnun. Nú þegar er hægt að skoða föstu síðurnar um vísindalegu hliðina, en þess ber að geta að þær síður eru enn í vinnslu og eru sumarhverjar ókláraðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er mikið fagnaðarefni ef það er ætlunin að setja upp heimasíðu sem fjallar hlutlaust um loftslagsmál á vísindalegum grunni. Vissulega hef ég mínar efasemdir um að þannig verði framvindan, því miður, ég óttast að það séu aðeins innvígðir IPCC sinnar sem fái þar inni, á varla von á að ég verði þar velkominn gestur.

Það sem kemur hér í framhaldinu á blogginu vísar í þessa átt. Ég tel að einhver heimskulegasta samþykkt stjórnmálamanna í öflugustu þjóðríkjum heims, að hitastig jarðar skuli ekki hækka meira en um 2°C á þessari öld, sé þar samþykkt athugasemdalaust. Sem betur fer hefur maðurinn enga möguleika á að stýra hita í heiminum, þar ráða allt aðrir og sterkari kraftar, þeir eru svo öflugir að þeir gátu fyrir um tíu þúsund árum skapað jökla á norðurhveli jarðar sem þöktu alla Norður-Evrópu allt suður í Frakkland.

Hvaða mannskapur var þar að verki?

En hver veit nema Eyjólfur hressist!

Sigurður Grétar Guðmundsson, 7.9.2009 kl. 00:43

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir Sigurður, við gerum að sjálfsögðu tilraun til að útskýra loftslagsbreytingar fyrri tíma á síðunni, á hlutlausan hátt. Þú getur reyndar þegar kíkt á þá síðu hér, þar kemur að sjálfsögðu fram, að þá (fyrir 10.000 árum) var engin mannskapur að verki. Hugmyndin er að koma upplýsingum á framfæri um hinar mörgu hliðar málsins. Við munum einnig leggja áherslu á að geta heimilda, svo fólk geti kynnt sér málið nánar. Þú ert velkominn gestur eins og aðrir og ég vona að þú gefir þér tíma til að skoða síðuna með opnum huga.

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.9.2009 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband