Færsluflokkur: Bloggar

Er loftslagsvandinn tabú?

Ég hef verið að velta því fyrir mér að undanförnu hvort umræðan um loftslagsvandann sé tabú. Á Loftslag.is höfum við í ritstjórninni haft þá stefnu að skrifa um það sem vísindin hafa að segja um loftslagsmálin. Þ.e. að koma inn á rökin, rannsóknirnar og fræðin. Viðtökurnar hafa almennt verið góðar. Efninu er raðað í ákveðna flokka, í hliðarstikunni til hægri eru fastar síður þar sem reynt að koma inn á vísindin á bak við fræðin og svo eru fréttir, blogg, gestapistlar og svokallað heitt efni í tenglunum hér að ofan.

Mitt persónulega mat er það, að það séu verulegar líkur á því að gróðurhúsalofttegundir og magn þeirra í lofthjúpnum hafi bein áhrif á hitastig jarðar, það er það sem vísindin segja okkur í dag. Hversu mikið, er ákveðinni óvissu háð, þ.a.l. eru t.d. ekki allar spár um hækkun hitastigs eins. Einnig koma þarna inn náttúrulegar sveiflur jarðar sem hafa áhrif á hitastig jarðar nú eins og alltaf. Þessar náttúrulegu sveiflur hafa þau áhrif að bæði getur hitastig hækkað meira en spár gerðu ráð fyrir eða jafnvel lækkað tímabundið.

Umræða um þessi mál er frekar undarleg á köflum. Umræðan virðist stundum fara út í skotgrafahernað tveggja öfgasjónarmiða, þ.e. þeirra sem telja að heimurinn sé að farast og þeirra sem ekkert vilja gera. Þarna á milli eru svo mörg litbrigði skoðana. Nú vil ég gjarnan taka það fram að ég tilheyri hvorugum öfgahópnum, en tel vandann vera til staðar og tel að við honum verði að bregðast. Persónulega tel ég að hægt sé, með hjálp tækni og með breyttum viðhorfum, að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ef meira þarf til, þá þarf að fara fram pólítísk umræða um hvernig skuli ná þeim markmiðum, sú umræða fer m.a. fram í Kaupmannahöfn í desember, þar sem fulltrúar 192 landa koma saman og ræða málin.

Nú langar mig að fara í smá þankatilraun, þar sem ég bið lesendur um að hugsa sem svo, "Loftslagsvandi af mannavöldum er raunverulegur". Þessi tilraun gengur út á að hugsa sem svo, hvað ef vísindamenn þeir sem rannsaka þessi mál mest hafa rétt fyrir sér? Við þessa tilraun verða til nokkrar spurningar sem vert er að skoða nánar.

  1. Eigum við að hafa áhrif á framtíðina og ræða loftslagsmálin opinskátt?
  2. Er það skylda okkar að finna lausnir?
  3. Hvar viljum við setja markið fyrir því að þetta sé í raunverulegur vandi, er það við 0,5°C eða 2°C hækkun hitastigs, eða einhver önnur tala?
  4. Ef hitastig hækkar lítillega, miðað við einhverjar forsendur, stendur okkur þá á sama?
  5. Hvenær verður vandinn raunverulegur samkvæmt því (3. og 4. spurning)?
  6. Hvað ef það kemur í ljós eftir 50 ár að þetta hafi verið minni vandi en hugsanlega er talið líklegt í dag, ætti sá möguleiki að hafa áhrif á umræðuna í dag, sem ætti að vera út frá bestu fáanlegum upplýsingum dagsins í dag?
  7. Eigum við að ræða hugsanlegar óþægilegar afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum?
  8. Á loftslagsumræða á pólítískum nótum rétt á sér?
  9. Hvernig munu lífskilyrði þróast um allan heim ef við tökum á vandanum?
  10. Ef vandinn er raunverulegur, hversu langt á þá að ganga í því að gera athugasemdir við umfjöllun sem gerir annaðhvort lítið úr vandanum eða telur hann ekki fyrir hendi?

Þetta eru spurningar sem mig langar að biðja ykkur kæru lesendur, að velta fyrir ykkur. Persónulega hef ég ekki ákveðin svör við öllum atriðunum. Röð spurninga er ekki vegna vægis heldur að handahófi. Fróðlegt væri ef lesendur vildu taka þátt í þessari þankatilraun, með því að svara einni eða fleiri spurningum. Þessi mál mega að mínu viti ekki verða að tabú.

---

Þar sem þetta er bloggfærsla af Loftslag.is, þá hef ég ekki opið fyrir athugasemdir hér, heldur er hægt að smella á þennan tengil til að taka þátt í umræðunni.

---

Athugasemdir sem komnar eru, Loftslag.is:

Gulli
Þessi mál eru orðin "tabú" vegna þess að það má ekki efast um þau - flestir eru hættir að nenna að reyna að ræða þau vegna þess að þetta eru eins og trúmál, ef þú ekki fylgir rétttrúnaðarbókinni þá er allt sem þú segir bull, vitleysa og borgað af olíufélögunum.

Á þann hátt eru "málin útrædd" og "engin vafi lengur" - enginn sem ekki er sammála fær að tjá sig án þess að fá yfir sig staðlaða skítkastið um olíufélögin.

Sveinn Atli
Þetta er svo sem einn vinkill málsins Gulli, það er sanngjarnt að nefna hann þó það sé ekki hluti þankatilraunarinnar. Þó má setja spurningamerki við það að blanda trú í vísindi, samanber þessa færslu: http://www.loftslag.is/?page_id=1313

Persónulega finnst mér lítill vafi á því að aukning gróðurhúsalofttegunda hafi áhrifa á hitastig, þá er spurningin sem eftir situr um óvissuna í spánum og hvenær teljum við um vanda að ræða. Það er meira hugsunin á bak við þessa færslu.

En við getum bætt við spurningu: 11. Er slæmt fyrir umræðuna að vísindamenn og aðilar eins og t.d. olíufélög og önnur hagsmunasamtök taki þátt í henni og hafi skoðun á málunum?

 


Loftslag.is - Magnandi svörun (e. positive feedback)

Magnandi svörun (e. positive feedback) er hugtak sem er frekar mikið notað í loftslagsfræðum. Þar er átt við ferli þar sem afleiðingin magnar upp orsökina og veldur keðjuverkun með hugsanlega slæmum stigvaxandi áhrifum. Á hinn bóginn getur afleiðing myndað mótvægis svörun (e. negative feedback) á móti orsökinni og dregið úr henni.

Magnandi svörun

Við hlýnun jarðar eru ýmis ferli sem valda magnandi svörun.  Við hlýnun eykst t.d. raki eða vatnsgufa í andrúmsloftinu og þar sem vatnsgufa er gróðurhúsalofttegund þá magnar það hlýnunina upp....

---

Lesa má nánar um magnandi svörun á vefsíðunni loftslag.is, sem opnar formlega laugardaginn 19. september.

Ég vil einnig minna á Facebook síðu Loftslag.is fyrir Facebook notendur.


Á að byggja í Elliðaárdalnum?

Um þessar mundir er verið að berjast fyrir því að Elliðaárdalurinn í Reykjavík verði verndaður sem útivistarsvæði og fyrirhugaðri byggingu allt að 15m hárrar slökkvistöðvar verði fundin hentugri lóð annarsstaðar.

Það er mikilvægt að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fái hentuga lóð sem tryggir öryggi allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Nálægð við stofnbrautir skiptir hér miklu og við hvetjum yfirvöld til að leggja sig fram við að finna slökkviliðinu hentuga og örugga lóð annarsstaðar en yfir miðjum Elliðaárdal.

Bygging svipaðrar stærðar og fyrirhuguð slökkvistöð við Stekkjarbakka - séð frá Breiðholtsbraut. Tölvugerð myndElliðaárdalurinn er geysilega fagurt útivistarsvæði með fjölsóttum hjóla- og  göngustígum auk reiðvega. Eftir dalnum rennur laxveiðiá, nokkuð sem er einstakt í höfuðborg. Hér getum við auðveldlega komist í nálægð við hraun, skóglendi og fossa inní miðri borg. Elliðaárdalurinn er einstakur og við megum ekki sofa á verðinum. Hafa ber í huga að þetta snertir bæði okkur öll og komandi kynslóðir.

Allir geta mótmælt þessari staðsetningu slökkvistöðvarbyggingarinnar með því að senda tölvupóst á skipulag@rvk.is, þar þarf að koma fram að viðkomandi mótmæli breytingum á Aðal- og deiliskipulagi Stekkjarbakka, sem gerir ráð fyrir byggingu slökkvistöðvar á Stekkjarbakkanum. Einnig að viðkomandi telji að ekki eigi að byggja í og við Elliðaárdalinn sem er eitt helsta útivistarsvæði Reykvíkinga. Þar af leiðandi vilji viðkomandi hvetja til þess að þessar breytingar á Aðal- og deiliskipulagi Stekkjarbakka verði felldar og slökkvistöðinni fundinn annar staður og stuðla beri að því að efla heildarskipulag Elliðaárdalsins sem útivistarsvæðis.  Nafn, kennitala og heimilisfang þess sem sendir tölvupóstinn þarf að koma fram. Athugið að frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 31.október n.k. Þeir sem ekki senda inn athugasemd teljast samþykkja tillöguna. Athugið að það tekur aðeins örstutta stund að senda athugasemd.

Það er hægt að kynna sér þessi mál nánar á  http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-85 

Þess má einnig geta að á http://www.facebook.com/ er hópur sem kallast "Verndum Elliðaárdal" og eru stuðningsmenn málefnisins hvattir til að koma í hann. Það eru í dag yfir 1500 meðlimir og bætist jafnt og þétt í þann hóp á hverjum degi, rúmlega 100 á dag síðustu daga.

Ýmsar fréttir úr fjölmiðlum:

Frétt frá Stöð2

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=8fabbd63-6345-416a-b1e4-d06a3c2b6587&mediaClipID=5aec7586-5d75-4439-99ee-e0fe0b79a39d 

Viðtal við Bergljótu Rist, talsmann hópsins, á RÚV morgunútvarpinu Rás 2.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4440974/6 

Frétt á RÚV 

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4433430/4

Frétt á Eyjunni:

http://eyjan.is/blog/2008/10/25/850-hafa-skrad-sig-a/

Það er frétt í Fréttablaðinu föstudaginn 24. október. Síðastliðinn þriðjudag (22. október) birtist grein eftir Kristin Arnarson um málið í umræðunni í Morgunblaðinu, bls. 23. 


mbl.is Mótmæli vegna slökkvistöðvar í Elliðaárdal afhent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja ætli það sé ekki tímabært að segja upp...

Trú á Íslandi og kannski fleiri stöðum fæst í móðurarf. Amma mín sáluga var kaþólsk, móðir mín er skráð kaþólsk, já og svo ég sjálfur. Ekki get ég nú sagt að ég taki trúnna mjög hátíðlega, og ég fer ekki í kirkju nema vegna einhverra tilefna. Nokkrum vikum eftir að ég flutti heim til Íslands frá Danmörku, dúkkaði Kaþólska kirkjublaðið inn um bréfalúguna, væntanlega hefur enn ein týnd sálin verið fundin. Sem sagt þá hef ég nú lengi borgað minn kirkjuskatt til Páfans, en ég hef nú tekið þá ákvörðun að segja honum upp og sækja á önnur mið. Það er ekki hægt að vera hluti af félagi þar sem um 1/3 hefur ekki húmor á hærra plani en svo að það ætli að segja upp áskrift hjá símafélagi vegna auglýsingar... Reyndar fínt fyrir keppinautana og vonandi verður samkeppnin meiri fyrir vikið.

Þannig að nú standa mál svo, að ég þarf að fylla út úrsagnarskjalið fyrir Þjóðskrána, og þar með hef ég sagt Páfanum upp störfum. 


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju eru þau að mótmæla?


mbl.is Ungmenni tefja umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordómar

Það ber nokkuð á fordómum í heiminum. Fordómum til minnihlutahópa, t.d. eftir kynþætti, kyni, eða kynhneigð. Ég hef verið að velta fyrir mér hvað veldur þessum fordómum. Oft held ég að þetta sé hræðsla við hið óþekkta og einföldun hlutanna. Myndin Fitna er dæmi um fordóma og áróður.

Hræðsla getur valdið því að þeir sem eru öðruvísi en meirihlutinn verða fyrir skotspóni þeirra fordómafullu og hræddu. Fáfræði og þekkingarleysi er oft orsakavaldur þessarar hræðslu. Þessi fáfræði getur orðið til þess að gripið er til einföldunar á málunum, þ.e. hlutirnir gerðir annað hvort svartir eða hvítir og hafa engin litbrigði. Eigum við að leyfa fordóma og hatursáróður í nafni prent- og tjáningarfrelsis? Persónulega tel ég ekki að við getum leyft okkur allt í nafni tjáningarfrelsis. Tjáningarfrelsi fylgir ábyrgð og þar af leiðandi þarf að nota það af yfirvegun. Við ættum að læra að bera virðingu fyrir öðrum skoðunum en okkar eigin. Um leið verðum við að taka afstöðu gegn ofbeldi og hryðjuverkum, en sú afstaða þarf að vera tekin af þekkingu.

Mörg af þeim vandamálum sem eru í löndum eins og Afganistan, eru samfélagsleg vandamál sem myndast vegna áralangra stríða. Stríð ala af sér öfgafólk sem er líklegt til alls. Þetta höfum við m.a. séð í fyrrum Júgóslavíu svo seint sem árið 1992. Átök um olíu og misskipting valda og auðs tel ég vera stærsta orsakavald þeirra vandamála sem eiga sér stað í mörgum löndum Mið-Austurlanda. Á þessu vandamáli verðum við að taka. Mynd eins og Fitna hjálpar okkur ekki áfram með umræðuna, heldur veldur hún sárindum og elur á fordómum sem koma okkur ekki áleiðis að markmiðinu. Markmiðið ætti að vera friður á milli mismunandi fylkinga. Þessi friður kemst ekki á með eiginhagsmunastefnu, heldur verðum við að sjá hlutina með opnum hug og án fordóma.

Ég hef ekki svörin, en mig langar að fá fram umræðu án fordóma. 


Lýðræði ?

Pólitískt umrót undanfarina daga og hugsanlegt framboð Ástþórs, hefur komið af stað hugsunum um hvað lýðræði sé. Er myndun nýs meirihluta í borginni skrumskæling á lýðræðinu? Hvað um viðbrögðin við myndun meirihlutans? Hver má kostnaður við kosningar vera til að hann sé réttmætur?

Nú höfum við tvisvar lent í því á stuttum tíma, að smáflokkar hafa hrist upp í meirihluta borgarinnar. Hversu mikið á vald einstakra manna að vera yfir lýðræðinu? Í mínum huga er grundvallar munur á þessum tveimur slitum í borginni. Í fyrra skiptið er það eitt mál sem veldur slitinu en í seinna skiptið er óljóst hvort það er einhver mikill ágreiningur um ákveðin mál. Fyrir mér kom síðara skiptið eins skrattinn úr sauðaleggnum. En í báðum tilfellum er farið eftir reglum lýðræðisins eins og það nú er. Það þarf jú að vera meirihluti og fólk sem kosið er í kosningum hefur rétt til að mynda þann meirihluta sem það heldur að muni koma þeim eða þeirra flokki til góða (málefnalega, vinsældarlega eða á hvern þann hátt sem það réttlætir með sjálfum sér). Ég tel að Björn Ingi hafi haft fleiri í sínum flokki að baki sér þegar hann sleit meirihlutanum, en Ólafur F. hafði við sama gjörning. Þetta rúmast hvort tveggja innan leikreglna lýðræðisins, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hvort sem um málefni, framapot eða vinsældir er að ræða. 

Almenningur hefur rétt til að mótmæla, það er hluti af lýðræði okkar og málfrelsi að mótmæla. Þar af leiðandi er eðlilegt að fólk mæti á fund þar sem umdeild borgarstjórn tekur við. Það er spurning hvort þau læti sem þar voru fóru yfir strikið. Persónulega finnst mér það ekki. Það er hluti af málfrelsinu að mótmæla. Hvort einhverjir fari yfir strikið með framíköllum er minna mál. Það geta alltaf verið einhverjir í stórum hópum sem fara yfir strikið með framíköllum eða jafnvel dónaskap. Hvað er það versta sem getur gerst? Jú það verður truflun á fundi og við þurfum að fresta honum í smá tíma á meðan fólk hypjar sig. Það gæti verið verra og er verra í mörgum löndum þar sem málfrelsi og lýðræði er ekki eins gott og hér. Við höfum þann lýðræðislega rétt að geta kosið eftir okkar samvisku við næstu kosningar.

Forsetakosningarnar eru annað mál sem er fólki ofarlega í huga. Sumum finnst það skrumskæling á lýðræðinu að Ástþór Magnússon skuli hugsanlega ætla að bjóða sig fram. Helstu rök sumra hafa verið að það kosti of mikið að halda kosningar. Þetta finnst mér ekki þurfa að vera til umræðu. Við eigum sem þjóð að halda allar þær kosningar sem halda þarf, án þess að huga að kostnaðinum. Þetta á að vera okkar lýðræðislegi réttur. Það er svo annað mál hvort að við þurfum að breyta þeim reglum sem gilda um undirskriftir vegna kosninga (vegna fólksfjölgunar og annarra þátta). Nú hefur Ástþór komið fram með peninga og boðist til að borga kosningarnar. Þetta gerir hann vegna þess að málið hefur af mörgum verið sett upp eins og það sé aðalatriðið (hann veit jú sem er að hann þarf ekki að reiða fram þessa peninga). Við ættum aldrei að hafa það sem umræðuefni, hversu mikið kosningar sem halda þarf kosta.  Við höfum efni á því að  viðhalda lýðræðinu með þessum hætti og það er kjarni málsins að mínu viti.

Það er ánægjulegt að búa í landi þar sem málfrelsi og lýðræði gilda eins og hér á Íslandi.


Markaðurinn og lögmál hans

Hvað ætli hafi gerst á mörkuðunum síðan í gær? Svona sjá WulffMorgenthaler þetta fyrir sér.

  


mbl.is Hlutabréfavísitala upp um 4,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúksus jeppar rokseljast

Það hafa víst selst um 200 Toyota Land Cruiser 200 bílar á Íslandi. Í fréttunum núna áðan var viðtal við einn eigenda Toyota, þar sem hann sagði frá því að þessi bíll rokseldist á Íslandi og í Rússlandi, en lítið sem ekkert í Danmörku. Í Danmörku er tollakerfið ekki svo gott fyrir sölu svona bíla sagði hann. Það er svo sem ekkert skrítið því kerfið í Danmörku ívilnar ekki stórum og eyðslumiklum bílum. Ekki ætla ég nú að verja danska kerfið því bílar í Danmörku eru dýrir. Við mættum þó alveg setja svolítið hærri gjöld á bíla sem eru stórir og eyða miklu eldsneyti, og ívilna sparneytnum bílum á móti. Sérstaklega nú þegar við þurfum að minnka útblástur koltvísýrings. 

Annað þessu tengt er, að ég var staddur á bílastæði í Ögurhvarfi í dag. Þegar að var komið var þar einn Range Rover, það er víst eitthvað til af þeim bílum. Eftir smástund kom þar annar bíll sömu tegundar. Sem sagt af þeim ca. 10-15 bílum sem á stæðinu voru, voru 2 Range Rover og reyndar um stund einnig einn Land Rover. Er það kannski svo að það sé ekkert einstakt við að eiga Range Rover í dag, eða hvað?


Glöggt er gests augað

Við fengum franska gesti í heimsókn fyrir nokkru síðan. Þær stöllur leigðu sér bíl og keyrðu um Ísland. Eftir þessa ferð, gátu þær ekki stillt sig um að spyrja af hverju fólk keyrði ekki á löglegum hraða. Þetta fannst þeim undarlegt, því margir keyrðu of hratt, að þeirra mati.

Varðandi þessa frétt, þá tel ég að þessa aukningu umferðarlagabrota megi að miklu leiti rekja til hraðamyndavélanna. Það væri óskandi að þær yrðu til að fólk drægi úr hraðanum.


mbl.is Um 6.000 umferðalagabrot skráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband