Uwe á-"deilan"

Þetta er skrítið mál allt saman. Það er eins og sumir nái ekki ádeilunni. Það versta þykir mér ef einhverjir samlandar mínir hafi gengið of langt í skrifum sínum til hans vegna málsins. Ég ætla nú ekki að fara að agnúast yfir því að einhverjir móðgist vegna orða hans, þó að mér þyki orð hans ekki á neinn hátt móðgandi. Það að nota Ísland í greininni var eingöngu, að mínu mati, vegna þess að það er svo absúrd að ráðast á Ísland, að það hefði ekki átt að geta móðgað nokkurn mann. En svo lengi lærir, sem lifir. Það hafa einhverjir móðgast, og þá er sjálfsagt mál af honum að biðjast afsökunar. Með því sýnir hann karakter sem ber að virða.  

Ég er einn þeirra sem að bloggaði um fréttina í gær, mér fannst þetta bara skemmtileg grein hjá Uwe. En það sem eftir fylgdi var mjög furðulegt að fylgjast með. Það birtist fólk úr öllum skúmaskotum bloggsins sem átti ekki orð yfir grein hans. Sumt af því sem var skrifað bar, að mér fannst, vitni um að fólk hafi alls ekki lesið greinina. Það komu fram fordómar, sem birtust meðal annars í óhamlausum skrifum hjá nokkrum aðilum. Ég vona að þetta beri ekki vitni um umburðarlyndi okkar. Sem betur fer, held ég að það sé mikill minnihluti fólks sem lætur svona.


mbl.is Biður þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband