Á ég að kaupa nýjan bíl ?

Í vikunni sem leið fékk ég bréf frá bílaumboði hér í borginni, þar sem sagt var frá því að þeir ætluðu að sýna nýtt módel um helgina. Ekkert við það að athuga í sjálfu sér að þeir vilji auglýsa nýja bílinn sinn. Mér fannst þó skrítið að þeir væru að senda mér sérstakt boð á þessa sýningu. Ég hef ekki, eftir því sem ég kemst næst, skrifað mig á lista hjá þessu umboði, eða öðrum ef út í það er farið, þar sem ég bið um að fá sendar auglýsingar. Svona beinar auglýsingar eru m.a. óleyfilegar í Danmörku, ef ekki liggur fyrir samþykki fólks. En þetta er sjálfsagt leyfilegt, hvernig sem þeir svo finna út úr, hverjum þeir ætla að senda auglýsingarnar. Þessi pési fór svo í ruslið og ætlaði ég ekkert að hugsa frekar um það, enda ekki í neinum bílahugleiðingum. Svo á föstudaginn þá fæ ég bréf/bækling frá bankanum, aftur er það stílað á mig. Í þeim bækling er hvatning, í formi lánsloforðs, til að kaupa mér bíl. Þar kom fram að ég geti hvenær sem er á næstu mánuðum farið inn á næstu bílasölu, -umboð (sem að bankinn er með samning við) með þennan bækling og hann gildir sem lánsloforð fyrir ónefndri (all hárri) upphæð. En ætli ég sitji ekki á mér.

Ég fór að hugleiða, hvort að þetta sé ekki þennslu hvetjandi? Að senda fólki hvatningu til að stofna sjálfum sér í útgjöld? Bankarnir eru með þessum hætti að hafa áhrif á fólk með því að hvetja til kaupa/skuldsetningar sem hefur áhrif á þennsluna í landinu. Þetta eru taldir eðlilegir viðskiptahættir í dag. Það er þó vert að hugleiða hversvegna svo sé. 

Þetta er að sjálfsögðu mikil breyting frá fyrri tímum þegar fólk þurfti að grátbiðja bankastjórann um lán, ekki ber að gráta þá tíma. Þetta setur stærri ábyrgð í hendur fólks, um að vera á varðbergi og vera tilbúið að taka ábyrgð á eigin fjármálum. Það er ekki lengur "elskulegur" bankastjóri sem hefur "vit" fyrir þér. Þar sem að við erum flest meira eða minna skynsamar manneskjur, þá gengur þetta sjálfsagt. Það er þó vert að staldra við og hugleiða þá stefnu sem að við höfum tekið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eigum við bara ekki að búa til nýtt hugtak fyrir þetta: Fjárhagslegt Áreiti.  Það gengur alltaf að berjast gegn böli ef maður gefur því nafn.  Bankanir eu örvæntir að halda við þenslunni.  Framvirk staða krónunnar eins og þeir kalla er "Jákvæð"(hálfgert öfugmæli) um 650 milljarða, sem er að mestu skammtímafjármagn fjárfesta, sem er á gjaldaga í ár. Það er von að þeim takist að framlengja þessar skuldbiningar, annars hrapar krónan og allt fer til fjandans. 

Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2007 kl. 04:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband