9.6.2008 | 23:54
Jæja ætli það sé ekki tímabært að segja upp...
Trú á Íslandi og kannski fleiri stöðum fæst í móðurarf. Amma mín sáluga var kaþólsk, móðir mín er skráð kaþólsk, já og svo ég sjálfur. Ekki get ég nú sagt að ég taki trúnna mjög hátíðlega, og ég fer ekki í kirkju nema vegna einhverra tilefna. Nokkrum vikum eftir að ég flutti heim til Íslands frá Danmörku, dúkkaði Kaþólska kirkjublaðið inn um bréfalúguna, væntanlega hefur enn ein týnd sálin verið fundin. Sem sagt þá hef ég nú lengi borgað minn kirkjuskatt til Páfans, en ég hef nú tekið þá ákvörðun að segja honum upp og sækja á önnur mið. Það er ekki hægt að vera hluti af félagi þar sem um 1/3 hefur ekki húmor á hærra plani en svo að það ætli að segja upp áskrift hjá símafélagi vegna auglýsingar... Reyndar fínt fyrir keppinautana og vonandi verður samkeppnin meiri fyrir vikið.
Þannig að nú standa mál svo, að ég þarf að fylla út úrsagnarskjalið fyrir Þjóðskrána, og þar með hef ég sagt Páfanum upp störfum.
Segja upp viðskiptum við Símann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.