Ný rannsókn á vegum NASA gefur til kynna að ísinn á Norðupólnum sé að þynnast

Ný rannsókn á vegum NASA, sem gerð er með ICESat gervihnettinum, gefur til kynna að ísinn á Norðupólnum sé að þynnast. Vísindamenn frá NASA og Háskólanum í Washington hafa gert mælingar á þykkt íssins á Norðurpólnum með ICESat gervihnettinum, frá árinu 2004. Með mælitækjum ICESat komust vísindamennirnir að því að íslagið hafi þynnst um 7 tommur á ári eða um allt að 2,2 fet á fjórum vetrum. Hlutfall eldri íss minnkaði einnig á þessum tíma. Svæði sem svokallaður Multi-Year (MY) ís þekur (ís sem er eldri en eins árs) hefur minnkað um 42% samkvæmt þessari rannsókn.

Áður fyrr hafa vísindamenn mest notað þá aðferð að mæla dreifingu íss en ekki að sama skapi getað mælt þykktina. En með ICESat gefst þeim nú einstakt tækifæri til að mæla beint þykkt íssins og þ.a.l. hafa þeir betri möguleika á að reikna rúmmál hans. Á myndunum hérundir má sjá hvernig framvinda íslagana á Norðupólnum hafa verið síðan 2004. Á efri myndinni er sýnt hvernig rúmmál ísins hefur þróast og á neðri myndinni kemur fram hvernig þykkt ísins hefur þróast.

 

Mynd 1
 
Á þessari mynd sést að "trendið" fyrir tímabilið er -900 rúmkílómetrar á ári. S.s. rúmmálið minnkar um 900 rúmkílómetra á ári, á tímabilinu (smellið tvisvar á myndina til að fá hana í fullri stærð).

 

 

Mynd 2
"Trendið" fyrir þykkt ísins er einnig fallandi, um 17 cm á ári á tímabilinu (smellið tvisvar á myndina til að fá hana í fullri stærð).


Frekari upplýsingar um rannsóknina má nálgast í fréttatilkynningu NASA frá 7. júlí 2009:

http://www.nasa.gov/home/hqnews/2009/jul/HQ_09-155_Thin_Sea_Ice.html
og
http://www.nasa.gov/topics/earth/features/icesat-20090707.html -> á bak við þennan tengil má m.a. sjá myndir sem sýna þróun þykktar íssins veturna 2003-2008 fyrir svæðið. Þar sést m.a. að það er meira um þynnri ís 2008 en fyrri árin.

Og upplýsingar um ICESat-gervihnöttinn má nálgast hér:

http://icesat.gsfc.nasa.gov/

Þessi færsla er afrit af færslu gærdagsins (7.júlí), en mér fannst passandi að tengja færsluna við þessa frétt, þar sem þróun hitastigs í heiminum og framvinda ísþekjunnar á Norðurpólnum eru nátengd fyrirbæri.


mbl.is Ætla að draga mjög úr losun gróðurhúsalofttegunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson


Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Færsla frá mínu bloggi í apríl sl. Það rímar ekki við það sem þú segir. Við það má bæta að þykkt íssins er mæld af Bandaríska hernum með baujum sem látnar eru reka með ísnum á sama hátt og FRAM forðum daga.

Þú hefur beðið um að ætíð sé getið heimilda, þú vitnar stöðugt í IPCC sem er ekki vísindastofnun og gerir engar sjálfstæðar rannsóknir. IPCC er pólitísk stofnun sem hefur útilokað ALLA vísindamenn sem ekki gangast undir þá opinberu skoðun IPCC að hlýnun jarðar (sem er engir á þessari öld) sé af manna völdum.

30.4.2009 | 10:45

Pólarísinn er ekki að hverfa, hann eykst

Flatarmál Pólaríss sl. 7 ár:

1. sept. 2002 = 5.810.000 km2             1. maí 2003 = 12.851.094 km2

1. sept. 2003 = 6.218.125 km2     1. maí 2004 = 12.440.156 km2

1. sept. 2004 = 5.893.594 km2             1. maí 2005 = 12.696.406 km2

1. sept. 2005 = 5.649.531 km2             1. maí 2006 = 12.341.250 km2

1. sept. 2006 = 5.993.438 km2             1. maí 2007 = 12.627.813 km2

1. sept. 2007 = 4.610.938 km2      1. maí 2008 = 12.865.156 km2

1. sept. 2008 = 4.957.656 km2           29. apr. 2009 = 13.160.938 km2

 Af þessu má sjá að flatarmál Pólariss hefur aldrei verið meira sl. 7 ár en einmitt nú eins og sjá má af síðustu mælingu. Auk þess kemur fram á mælingum Bandaríska hersins á þykkt íssins að hann er 1 meter þykkari nú við Norðurpólinn, apr. 2009, en hann var í apr. 2008.    

Um hvaða bráðnun er Al Gore að predika í Tromsö?

Heimild: Japan Aeorospace Exploration Agency

Mælingar eru gerðar daglega meðgervihnetti.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 9.7.2009 kl. 09:55

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þarna ert þú að tala um flatarmál Pólaríssins. Það sem ég vitna í er að Nasa hefur með ICESat gervihnettinum einnig mælt þykkt íssins. Ef þú hefur bæði þykktina og flatarmálið, þá er hægt að reikna rúmmálið. Samkvæmt Nasa, sjá mynd 1 í færslunni, þá hefur rúmmál Pólaríssins minnkað um 900 rúmkílómetra á ári á tímabilinu. Það sem þú vitnar í að flatarmál íssins hafi verið meira í vor en undanfarin, er því ekki nógu nákvæmt þar sem þykkt íssins kemur ekki fram þar. En það er einnig athyglisvert að samkvæmt flatarmálsmælingum sem eru gerðar á ísþekjunni t.d. hér, þá fór ferill ísþekjunar í júní 2009 allt að 2007 ferlinum um tíma. Ísþekjan er samkvæmt því vel undir meðallagi þetta sumarið. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni þangað til í september.

Ef þú athugar eftirfarandi tvo tengla, þá sérðu (samkvæmt NASA) að ísinn er þynnri veturinn 2008 en veturinn 2007 (þeim mun dekkri sem blái liturinn er, því þynnri er ísinn, sjá hér varðandi lita merkingarnar).

Veturinn 2007

Veturinn 2008

Hér má einnig sjá veturna þar á undan, hér á það sama við um litina.

Veturinn 2003

Veturinn 2004

Veturinn 2005

Veturinn 2006

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.7.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband