28.7.2009 | 17:43
Loftslagsbreytingar - Spurningar og svör
Í þessari færslu set ég fram nokkrar spurningar varðandi loftslagsbreytingar. Þetta eru svipaðar spurningar og á Q&A síðum varðandi þessi mál. Ég hef valið spurningarnar og reyni að setja fram skýr svör við þeim og kem með hugmyndir að ítarefni við allar spurningar.
Hvað eru gróðurhúsaáhrif?
Gróðurhúsaáhrifin halda hita á jörðinni, þar sem þær gastegundir sem eru í lofthjúpnum "fanga" orku frá sólinni og halda henni við yfirborð jarðar. Án gróðurhúsaáhrifanna myndi meðalhitastig jarðar vera um -18°C. Þannig að í raun halda þau plánetunni okkar lífvænlegri en ella. Helstu gróðurhúsalofttegundir eru m.a. loftraki, koldíoxíð, metan og nituroxíð. Hlutfall koldíoxíðs, metans og nituroxíðs í andrúmsloftinu eykst vegna athafna manna.
Ítarefni:
http://en.wikipedia.org/wiki/Greenhouse_effect
http://www.ipcc.ch/pdf/assessment-report/ar4/wg1/ar4-wg1-chapter1.pdf (bls. 115)
Hvað eru loftslagsbreytingar?
Loftslag jarðar hefur alla tíð verið breytingum háð. Það hafa komið ísaldir og hlýskeið til skiptis í sögu jarðar. Vísindamenn hafa í dag áhyggjur af því að hin náttúrulega sveifla loftslagsins sé að breytast vegna athafna mannsins. Hér er því helst verið að tala um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þ.e. þær breytingar á loftslagi sem losun gróðurhúsalofttegunda hefur valdið.
Ítarefni:
http://en.wikipedia.org/wiki/Climate_change
Eru loftslagbreytingar það sama og hnattræn hlýnun?
Hnattræn hlýnun er sú hlýnun (hækkun á meðalhitastigi í heiminum) sem mæld hefur verið á jörðinni síðan mælingar hófust en þó mest á síðustu áratugum. Hnattræn hlýnun virðist hanga saman við aukningu gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum. Þ.a.l. er oft talað um hnattræna hlýnun og loftslagsbreytingar af mannavöldum í einu og sama vettvangi.
Ítarefni:
http://ipccinfo.com/wg1report.php
Getur þessi hlýnun jarðar verið vegna náttúrulegra breytinga og/eða hvert er hlutverk mannsins í þessu öllu?
Sumir vísindamenn telja að hnattræn hlýnun sé af völdum breytinga í sólarblettum á sólinni, að hún sé hluti af náttúrulegum sveiflum hlýnunar og kólnunar, eða öðrum þáttum.
Stór hluti vísindamanna sem rannsaka loftslagbreytingar þær sem nú standa yfir, eru sammála um að það sé tiltölulega ólíklegt að sú hækkun sem átt hefur sér stað í lofthjúpnum geti verið skýrð af náttúrulegum orsökum. Þeir telja frekar að hægt sé að rekja hækkun hitastigs til aukins styrks gróðurhúsaloftegunda í lofthjúpnum. Mælingar á yfirborðshita sýna að hitastig jarðar hefur hækkað um u.þ.b. 0,4°C síðan á 8. áratugnum. Vísindamenn telja að þessi breyting sé of mikil til að geta verið skýrð með náttúrulegum orsökum. Hvorki breytingar í styrk sólar, stór eldgos (sem hafa kælandi áhrif) né aðrir náttúrulegir þættir eru taldir hafa nógu mikil áhrif til að útskýra þá hækkun sem átt hefur sér stað á undanförnum áratugum. Aðeins aukin styrkur gróðurhúsalofttegunda getur samkvæmt flestum loftslagsvísindamönnum útskýrt þessa hækkun hitastigsins.
Hlutfall koldíoxíðs í lofthjúpnum frá því iðnvæðingin hófst upp úr 1750, er talin vera yfir 34% hærri í dag en hún var þá. Þetta er hærra magn en síðustu 400.000 árin þar á undan. Þessa hækkun er helst hægt að rekja til bruna eldsneytis eins og kolum og olíu sem m.a. hefur verið notað við framleiðslu rafmagns og sem eldsneyti á bíla. Sömu sögu er að segja af hlutfalli metans og nituroxíðs sem hefur hækkað mikið vegna athafna okkar mannanna.
Ítarefni:
http://www.ipcc.ch/pdf/assessment-report/ar4/wg1/ar4-wg1-chapter1.pdf (bls. 100)
http://www.ipcc.ch/pdf/assessment-report/ar4/wg1/ar4-wg1-faqs.pdf (bls. 100)
Hver er aðal gróðurhúsalofttegundin?
Loftraki í andrúmsloftinu hefur mikil áhrif á hitastig. Það er þó talið að það hafi verið jafnvægi í hlutfalli loftraka í andrúmsloftinu í milljónir ára. Koldíoxíð er aðal gróðurhúsalofttegundin sem er losuð vegna athafna mannsins. Hlutfall koldíoxíðs í andrúmsloftinu er mælt í hlutum á hverja milljón (ppm, parts per million). Hlutfallið var 280 ppm fyrir iðnbyltinguna en er nú komið í u.þ.b. 386 ppm. Þegar búið er að bæta áhrifum annarra gróðurhúsalofttegunda eins og t.d. metans, þá er hægt að reikna sig fram að svokölluðum jafngildings áhrifum, sem eru sambærileg við koldíoxíðsáhrifinn (allir þættir lagðir saman), þá eru áhrifin á við um 440 ppm af koldíoxíði í lofthjúpnum.
Ítarefni:
http://www.esrl.noaa.gov/gmd/ccgg/trends/
Er almennt samkomulag á milli vísindamanna um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga?
Meirihluti loftslagsvísindamanna aðhyllast þá kenningu að aukning gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hafi áhrif til hlýnunar á jörðinni. Hnattræn hlýnun er raunveruleg og því til vitnis þá eru t.d. öll árin eftir 2000 á listanum yfir hlýjustu ár frá því mælingar hófust. Það sem vísindamenn hafa helst rökrætt er hversu stór áhrifin eru. En stór meirihluti vísindamanna sem rannsaka þessi mál eru sammála um að athafnir mannanna séu drífandi afl í þeim breytingum sem hafa orðið á hitastigi jarðar á síðustu áratugum. Þar má sem dæmi nefna vísindamenn hjá World Meteorological Organisation, IPCC og U.S. National Academy of Sciences.
Ítarefni:
http://www.wmo.int/pages/index_en.html
http://www.ipcc.ch/
http://www.nasonline.org/site/PageServer
http://svatli.blog.is/blog/svatli/entry/901635/
Eru til sönnunargögn fyrir hnattrænni hlýnun?
Beinar mælingar á hitastigi eru til frá seinni hluta 19. aldar og þær sýna að meðalhiti jarðar hefur hækkað um ca. 0,6°C á 20. öldinni. Yfirborð sjávar hefur hækkað um á milli 10-20 sm. Sú hækkun er talin vera að mestu leiti vegna hitaþennslu sjávar. Margir jöklar eru að hopa og ísinn á Norðupólnum er að þynnast. Þetta eru frávik sem sjást, en þó eru dæmi um jökla sem skríða fram og svæði á Suðurskautslandinu sem eru að kólna svo dæmi séu tekin. Rannsóknir sýna einnig að tegundir landplantna og dýra (á norðurhveli jarðar) hafa færst um 6,1 km norðar á hverjum áratug og 6,1 m hærra yfir sjávarmál en áður. * Jafnframt hafa árstíðirnar færst um 2,3 - 5,1 dag á hverjum áratug á síðustu 50 árum. * Þessar breytingar eru marktækar og fylgjast í hendur með mældri hitabreytingu á sama tíma.
Ítarefni:
http://en.wikipedia.org/wiki/Current_sea_level_rise
http://www.nasa.gov/home/hqnews/2009/jul/HQ_09-155_Thin_Sea_Ice.html
http://www.nature.com/climate/2007/0712/full/448550a.html *
http://www.ipcc.ch/pdf/assessment-report/ar4/wg1/ar4-wg1-faqs.pdf (bls. 103)
Hvað vitum við ekki?
Það er ekki vitað nákvæmlega hversu hátt hlutfall þeirrar hækkunar sem orðið hefur, er hægt að rekja beint til athafna mannsins og hvaða áhrif eru hugsanlega ekki komin fram af hlýnuninni. Nákvæm tengsl á milli hlutfalls koldíoxíðs (og annara gróðurhúsalofttegunda) og hitastigsins er ekki alþekkt. Það er ein ástæða þess að spár um hlýnun eru ekki allar eins.
Hnattræn hlýnun mun væntanlega valda öðrum breytingum sem geta aukið hlýnunina í framtíðinni. Þetta geta verið hlutir eins og t.d. losun metans úr sífreranum ef hann bráðnar. Aðrir þættir gætu hugsanlega haft áhrif til að minnka hlýnunina, þ.e. ef plöntur taka upp meira CO2 úr andrúmsloftinu við hærra hitastig, þess má geta að það ríkir nokkur vafi um þetta atriði. Vísindamenn þekkja ekki til hlítar hið flókna jafnvægi á milli jákvæðra og neikvæðra þátta sem hafa áhrif á hitastigið og nákvæmlega hversu stór þáttur hvers þáttar er.
Ítarefni:
http://news.nationalgeographic.com/news/2008/12/081219-methane-siberia.html
Hvað segir efasemdarfólkið?
Efasemdir efasemdarfólks virðast skiptast í þrjá hópa:
1. Þeir sem vilja meina að hitastig sé ekki stígandi.
2. Þeir sem fallast á að loftslagsbreytingar séu yfirstandandi, en grunar helst náttúrulega breytileika.
3. Þeir sem fallast á loftslagsbreytingar af mannavöldum, en segja að það sé ekki þess virði að gera neitt við þeim og að það séu önnur mikilvægari mál til að berjast við.
Ítarefni:
http://www.skepticalscience.com/
Heimildir:
Q&A síðurnar sem ég notaði að nokkru leiti við vinnslu færslunnar:
http://www.guardian.co.uk/environment/2007/jul/26/climatechange
http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/3928017.stm
http://www.worldwatch.org/node/3949
3 kínversk orkuver losa meira en allt Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Loftslagsmál | Breytt 12.8.2009 kl. 12:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.