Myndband frá NASA um loftslagsbreytingar og býflugur

Hérundir er myndband um breytingar á tímasetningu á frævun blóma og hvaða áhrif það hefur á býflugur og líf þeirra. Samkvæmt upplýsingum úr gervihnöttum þá hefst vorið í norðurhluta Bandaríkjanna hálfum degi fyrr á hverju ári vegna loftslagsbreytinga. Í myndbandinu er komið inn á þann möguleika að blómin og býflugurnar geti farið úr takti hvort við annað, ef frævun blóma færist til vegna loftslagsbreytinga. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreggviður Davíðsson

Það hefur verið bent á þann möguleika að orsakalvaldurinn hvað varðar býflugurnar, gæti verið geislunin frá gerfihattakerfinu. Mig minnir að ástralir hafi gert athugun á því og eins áhrifum rafmagns. Þeirra niðurstaða styður skaðsemi gerfihnattabylgja á flugurnar.

Hreggviður Davíðsson, 28.8.2009 kl. 11:47

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hreggviður; ertu ekki að tala um fyrirbærið þegar býflugur hverfa. Ef svo er, þá er tengill á það hér. Ég get ekki séð að það hafi nein tengsl við þetta myndband sem ég sýni á síðunni. Ef þú ert að meina eitthvað annað, þá máttu gjarnan útskýra það nánar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.8.2009 kl. 12:23

3 Smámynd: Loftslag.is

Mjög áhugavert. Nú er bara spurning hvort býflugur geti aðlagast þessu nógu hratt myndi ég áætla - því þetta eru gríðarlega hraðar breytingar.

Loftslag.is, 28.8.2009 kl. 14:54

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hvernig aðlöguðust býflugur litlu Ísöldinni ? ég hef meiri trú á geislum frá gerfinhnöttum sem orsakavaldi

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.8.2009 kl. 18:32

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Orsakavaldur fyrir hverju.

Það sem um er rætt í myndbandinu, er að vegna þess að  frævun blóma hefur færst um hálfan dag á ári í ákveðnum hluta Bandaríkjanna (ekki hafa gervihnettir áhrif á það) þá hafi það áhrif á býflugur. Þetta er vegna þess að  býflugurnar ná hugsanlega ekki að fylgja eftir þeim breytingum sem verða, þetta er útskýrt í myndbandinu.

Þetta er eitt af fjöldamörgum dæmum sem tekin hafa verið til að sýna fram á loftslagsbreytingar. Vegna þessa þá er okkur skylt að velta fyrir okkur hverjar hugsanlegar afleiðingar kunna að verða, það er hluti vísindalegrar hugsunar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.8.2009 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband