Loftslag.is - Spurningar og svör

Hérundir höfum við ágætt dæmi um innihald undirsíðu sem er hluti af heimasíðunni Loftslag.is. Textinn er hluti af Spurningar og svör undirsíðunni. Loftslag.is opnar með formlegum hætti þann 19. september nk. Það er þó hægt að fara inn á hana strax í dag og fá hugmynd um hvernig síðan verður uppbyggð. Þess ber þó að geta að síðan er enn í vinnslu.

---

Þróun styrks koldíoxíðs í andrúmsloftinu

Þróun styrks koldíoxíðs í andrúmsloftinu frá byrjun iðnbyltingar hefur verið uppá við. Koldíoxíð er yfirleitt álitin vera aðalgróðurhúsalofttegundinn í andrúmsloftinu. Koldíoxíð er í það miklu magni í andrúmsloftinu að það hefur mikil heildaráhrif sem gróðurhúsalofttegund. Hægt er að lesa frekar um gróðurhúsaáhrif á Loftslag.is. Frá því iðnbyltingin hófst hefur styrkur koldíoxíðs farið úr u.þ.b. 280 ppm (part per million) í um 387 ppm. Þetta er um 38% aukning í magni koldíoxíðs í lofthjúpnum.

---

Loftslag.is

 ---

10/9 - smávægileg breyting í texta, sjá athugasemd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Sæll

Þetta er flott framtak og gott. Ég hlakka til að fylgjast með þessu hjá þér/ykkur.

Það er setning hér fyrir ofan sem mér þykir skrýtin:

Fyrir iðnbyltingu þá hefur styrkur koldíoxíðs farið úr u.þ.b. 280 ppm (part per million) í um 387 ppm.

Ætti þetta ekki að vera "Síðan fyrir iðnbyltingu hefur...", eða "Frá iðnbyltingunni hefur..."?

mbk,

Kristinn Theódórsson, 11.9.2009 kl. 10:08

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir Kristinn, ég vona að þú verðir fastur lesandi síðunnar.

Ég er búinn að leiðrétta textann, takk fyrir að benda á það.

Mbk.

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.9.2009 kl. 10:25

3 identicon

Sæll hérna Loftslag.is

Hvernig væri að þú hérna kæmir með einhverja sönnun þess efnis að CO2 veldur hlýnun eða hlýnun jarðar, eða eitthvað annað en Al Gore- áróður?

Því að mér hefur aldrei tekist að hita upp húsið mitt með því að auka CO2 hérna í loftinu inni hjá mér, en ég geri mér fulla grein fyrir því að Jörðin okkar jafnt sem aðrir himinhnettir í kringum okkur eru að hitna, ok?

Global Warming Swindle Debate Pt1

CBC - Global Warming Doomsday Called Off

地球温暖化詐欺The Global Warming Swindle 1/4

The Great Global Warming Swindle - Part 2

Á Bilderberg Group fundinum árið 2005 og aftur árið 2009 hjá Central Banka elítuni hjá Bilderberg Group,  komu menn með þessar hugmyndir, þeas.  fá menn til greiða CO2 -skatt til SÞ, og þá greiða aftur og aftur, rétt eins og þessar innistæður hjá SÞ myndu lagfæra loftslagið.    

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 02:27

4 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 03:47

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Samkvæmt gögnum vísindamanna þá er jörðinn að hitna vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda. Það er tiltölulega góð samstaða meðal vísindamanna þar um. Það hefur lítil áhrif að hita húsið þitt með CO2 í loftinu, enda hef ég ekki heyrt mælt með þeirri aðferð...það gæti hugsanlega haft kæfandi áhrif ef of mikið er notað af CO2...

En ef þú gefur þér tíma og lest lítillega um gróðurhúsaáhrifin þá kemstu að því að þau halda hita á jörðinni, ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrifin þá væri hitastigið á jörðinni um -18°C, hér er tengill sem hægt er að byrja fræðsluna á.

Myndin Global Warming Swindel er eitt mesta svindl sem ég hef séð á skjánum og er þar að auki ekki vísindaleg heimild. Það þurfti að marg breyta myndinni vegna mistúlknanna, rangfærslna og hreinna falsanna. Ég er heldur enginn sérstakur aðdáandi Al Gore, en hans mynd var þó ekki eins full af rangfærslum Global Warming Swindel. Síðan loftslag.is er ekki tilraun til að halda uppi hugmyndum Al Gore, við munum heldur sækja efnið í sjálf vísindin, enda af nógu að taka þar, nægir að nefna vefsíður hjá NASA, NOAA og MetOffice svo eitthvað sé nefnt.

Hérundir er ágætis myndband um bæði Al Gore og Durkin, sem ber þær lauslega saman, það væri ráð fyrir þig að sjá það til enda.

Gore vs. Durkin

Sveinn Atli Gunnarsson, 13.9.2009 kl. 16:31

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

PS. ég hef ekki séð góðar heimildir fyrir þeirri fullyrðingu þinni (Þorsteinn) að allar pláneturnar séu að hitna, ef þú gætir komið með heimild sem heldur vatni, þá skal ég gjarnan skoða hana.

Sveinn Atli Gunnarsson, 13.9.2009 kl. 16:33

7 identicon

Svatli: "..ég hef ekki séð góðar heimildir fyrir þeirri fullyrðingu þinni (Þorsteinn) að allar pláneturnar séu að hitna, ef þú gætir komið með heimild sem heldur vatni, þá skal ég gjarnan skoða hana."

Hérna sérðu eitthvað um það að allar hinar pláneturnar séu að hitna :  NASA Study Shows Sun Responsible for Planet Warming PDF  Bob Ellis

WEARECHANGE Ottawa Confronts Suzuki and Trudeau about the Man Made Global Warming Hoax Video ottawafro 

Skoðaðu þetta hérna einnig, ok? 

Over 650 Scientists Challenge Global Warming "Consensus" PDF Steve Watson

Temperature Monitors Report Widescale Global Cooling PDF

Global Warming, Global Myth PDF  Edmund Contoski

Climate facts to warm to PDF Christopher Pearson | 22 Mars 2008 - "temperatures have actually been coming down over the last 10 years."

Mars Melt Hints at Solar, Not Human, Cause for Warming, Scientist Says PDF Kate Ravilious National Geographic News 28 February 2007

New Study Explodes Human-Global Warming Story PDF  Philip V. Brennan 10 Des  2007

Climate change hits Mars PDF 29 April 2007

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 01:44

8 identicon

Svatli:"Samkvæmt gögnum vísindamanna þá er jörðinn að hitna vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda. "

Samkvæmt hvað gögnum,  og hvað heita nú allir þessir vísindamenn, hefur þú einhver nöfn eða eitthvað,  halló?

Þar sem  650 vísindamenn eru á annarri skoðun , en sem sagt þessir vísindamenn er þú nafngreinir alls ekki hér.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 02:15

9 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þorsteinn

Í Bandaríkjunum virðist vera sterk fylgni á milli sköpunartrúar, þróunarafneitunar og global warming afneitunar.

Þetta er fólk sem tekur engum sönsum þegar kemur að þróun og horfir framhjá gögnum og talar einmitt um vísindamenn sem efist um þróunarkenninguna.

Getur verið að þínir helst bandamenn sé fullkomlega lausir við að hugsa lógískt?

Kristinn Theódórsson, 14.9.2009 kl. 07:03

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mig langar að byrja á að segja að ég er sammála Kristni hvað varðar gögnin, það þarf að skoða heimildirnar, og hvaðan þær koma. Stundum er líka ráð að kíkja á grunngögnin, sem er eitthvað sem Þorsteinn hefur væntanlega ekki gert í öllum tilfellum.

Þorsteinn:

Ég skoðaði 2 tengla frá þér, sá fyrri er hér:

1.NASA Study Shows Sun Responsible for Planet Warming PDF  Bob Ellis

Bob Ellis á Dakota Voice fréttasíðunni vitnar þarna í blogg af heimasíðu Daily Tech. Daily Tech vitnar svo í grein af Science Daily, við lestur hennar get ég ekki séð annað en að það greinin fjalli um sólarsveiflur, sem eru þekkt fyrirbæri í loftslagsvísindum og það er í sjálfu sér ekkert sem kemur á óvart þar. Science Daily vitna í NASA einnig, en gefa í sjálfu sér engan tengil áfram.

2.  Climate change hits Mars PDF 29 April 2007

Það væri væntanlega ráð fyrir þig að lesa þessa grein, en ekki bara fyrirsögnina. M.a. kemur þar fram:

"The mechanism at work on Mars appears, however, to be different from that on Earth. One of the researchers, Lori Fenton, believes variations in radiation and temperature across the surface of the Red Planet are generating strong winds."

"When a surface darkens it absorbs more heat, eventually radiating that heat back to warm the thin Martian atmosphere: lighter surfaces have the opposite effect."

Fyrir utan svo að þarna er verið að tala um 2 mælingar gerðar með löngu millibili, það er ekkert að því, vegna þess að við höfum bara ekki verið á svæðinu til að gera miklar athuganir á Mars. En gera má ráð fyrir margskonar óvissu vegna þess.

Góð leið til að kynna sér málin að einhverju leiti er að kíkja á Loftslag.is, sem opnar formlega þann 19. september, þar eru og verða m.a. tenglar á allskyns meira efni. Hér er m.a. tekin fyrir mýtan um að vísindamenn séu ekki sammála um þessi mál.

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.9.2009 kl. 09:49

11 identicon

Kristinn

Menn eiga náttúrulega að trúa öllu bulli frá einhverjum Al-Gore- Rothschild sinnum og borga þennan CO2- skatt, og hafna uþb 650 vísindamönnum sem eru á annarri skoðun rétt eins mér og fleirum, og allt útaf þessum leynifundi sem var hjá Bilderberg -Banka- elítunni 2005 og núna aftur 2009,  en aða atriðið er að borga og aftur borga CO2- skatt án þess að spyrja , ekki rétt Kristinn?  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 11:20

12 identicon

 Svatli

Það mátti ekki benda á þetta hérna á þessari síðu eða hvað "..warming occurring on other planets such as Mars and Jupiter just don’t line up with the suppositions of the AGW worshippers. They craft all manner of complex calculations and “what ifs,” but in the end the best they can do is say things like, “Well, we can’t prove it now, but by the time we can, it’ll be too late.”NASA Study Shows Sun Responsible for Planet Warming PDF  Bob Ellis

Við sólgos hitna að sjálfsögðu aðrir himinhnettir, eða ætlar þú hérna að fara neita því? Þú ættir kannski að lesa þetta hérna Climate change hits Mars PDF 29 April 2007, ok?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 11:35

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mér sýnist þú ekki hafa lesið svar mitt Þorsteinn, prófaðu aftur (skrollaðu upp og lestu það sem ég skrifa)... Þar fyrir utan hefur þetta ekkert með trú að gera eins og sumir þeirra sem efast um vísindin vilja láta í veðri vaka...sjá t.d. hér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.9.2009 kl. 12:48

14 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þorsteinn

Ég sagði ekkert um það að ekki mætti taka þessum hlutum með fyrirvara og efast. En það er dálítið letjandi til undirtekta að helmingurinn af fólkinu sem heldur þessum skoðunum á lofti er verulega undarlega þenkjandi (ofsatrúað og heilaþvegið, sbr. sköpunartrú).

Svo mæti skoða þann möguleika að CO2 skatturinn sé afleiðing þess að menn sjá tækifæri til að misnota raunverulegt ástand, en eru ekki að skálda það til að misnota það.

Hvað eru síðan 650 vísindamenn? Eru þeir allir sérfræðingar í þessum geira, eða sumir hverjir að læknar og málvísindamenn? Ég fæ ekki betur seð en að yfirgnæfandi hluti vísindamanna sem eru lærðir á þessu ákveðna sviði séu nokkuð sammála um að taka skuli möguleikann á hitaaukningu af mannavöldum alvarlega.

En eins og áður segir virðast vitleysingar oftar en ekki hoppa á þennan vagn sem þú situr í. Hvað sem það segir um málefnið skal ég ekki segja, en það er ekki traustvekjandi.

Ég er ekkert að fullyrða um þína greind, nota bene.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 14.9.2009 kl. 12:51

15 identicon

Kristinn

Það er vitað að allt að því 650 vísindamenn hafi skrifað undir áskorun þess efnis, að þetta með að tengja Koldíoxíð (eða CO2) og heimshitnun (e. Global warning) saman sé aðfinnsluvert og lastvert.  Over 650 Scientists Challenge Global Warming "Consensus" PDF   "Over 650 scientists have put their names to a US Senate Minority report that challenges the contention of the UN's International Panel on Climate Change that there is a scientific "consensus" on the causes of global warming. "

En þetta er alveg rétt hjá þér ".. Svo mætti skoða þann möguleika að CO2 skatturinn sé afleiðing þess að menn sjá tækifæri til að misnota raunverulegt ástand.." þar sem, að:  "Climate scientists allied with the IPCC were recently caught citing fake data to make the case that global warming is accelerating."

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 13:46

16 identicon

Kristinn

Þetta með að tengja Koldíoxíð (eða CO2) og heimshitnun (e. Global warning) saman er því í raun og veru ekkert annað en peningaplokksaðferð.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 13:53

17 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég ætla mér ekkert að koma inn á skatta hér, enda ekki mitt að ákveða það. En vandamálið er samkvæmt megin þorra vísindamanna raunverulegt (þó þú getir fundið 650 "sérfræðinga" á einhverjum sviðum til að vera á ósammála), hitt hlýtur svo að vera pólítísk ákvörðun hvað gera skal. Mér mislíkar svona samsæriskenningar um að vísindamenn og aðrir séu að búa til sannanir til að reyna að komast yfir peningar. Það eru einfaldlega mörg mismunandi sjónarmið sem þarf að ræða varðandi þessi mál. Margt af því hlýtur að verða rætt af stjórnmálamönnum og öðrum þeim sem marka stefnu til framtíðar (maður getur svo haft sínar skoðanir á því hvort hin eða þessi leið sé sú eina rétta).

Þetta sem þú vitnar í Þorsteinn, er um einhver mistök sem gerð voru við birtingu gagna einn mánuðinn, þau voru leiðrétt um leið og þau voru uppgötvuð (innan 24 tíma), eins og venja er meðal vísindamanna þegar svoleiðis gerist, sjá um þetta t.d. hér. Það virðist vera sem ákveðnar fréttaveitur taki allt svona upp og misskilji (viljandi?) og túlki á sinn hátt eins og um sé að ræða hluta einhverrs samsæris.

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.9.2009 kl. 14:13

18 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þú sýnir takmarkað að þú lesir og skiljir það sem sagt er við þig, Þorsteinn.

Það er lítið samhengi á milli þess sem þú ert að benda á og þeirrar fullyrðingar að um "ekkert annað en peningaplokksaðferð" sé að ræða. Jú, vissulega bendir þú á fólk sem efast, og vissulega eiga menn að efast. En niðurstaða þín er of afdráttarlaus og æsifréttaleg.

Aðdáendur þessara vefja sem þú bendir á eru upp til hópa að bulla tóma vitleysu í athugasemdum og skilja ekki muninn á veðurfari í einstökum ríkjum og sveiflum á lengri tíma á heildarhita veðurhvolfsins.

Viljir þú selja þitt sjónarmið legg ég til mun agaðri framsetningu gagna og rólyndari samskiptatækni.

Ég segi þessu nú lokið fyrir mitt leyti.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 14.9.2009 kl. 14:19

19 identicon

Kristinn. "Þú sýnir takmarkað að þú lesir og skiljir það sem sagt er við þig, Þorsteinn"

Þessi orð þín hérna eiga miklu frekar við þig, þar sem ég var búinn að benda á þessa 650 visindamenn í þessum tveimur færslum áður, eða  kl. 01:44 og kl 02:15 , en hvað um það, hvað er það sem ég hef ekki lesið hér frá þér? 

Eigum við að dæma allt æsifréttir af því það kemur frá þessum aðila eða infowars.net?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 15:22

20 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir innlitið Kristinn, ætli ég láti ekki einnig hér við sitja.

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.9.2009 kl. 15:46

21 identicon

Svatli

Ég er ennþá að bíða eftir fá svörum frá þér :" Hvernig væri að þú hérna kæmir með einhverja sönnun þess efnis að CO2 veldur hlýnun eða hlýnun jarðar, eða eitthvað annað en Al Gore- áróður?

"Samkvæmt gögnum vísindamanna þá er jörðinn að hitna vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda. "

"Samkvæmt hvað gögnum,  og hvað heita nú allir þessir vísindamenn, hefur þú einhver nöfn eða eitthvað,  halló?"?????

Hvernig væri að þú hérna (Svatli)kæmir með einhver gögn og nöfn????

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 17:13

22 identicon

Kristinn :"...Aðdáendur þessara vefja sem þú bendir á eru upp til hópa að bulla tóma vitleysu.."

Hér eru aðrir linkar um þetta sama fyrir þig um þessa 650 vísindamenn er skrifuðu undir áskorun þess efnis, að þetta með að tengja Koldíoxíð (eða CO2) og heimshitnun (e. Global warning) saman sé aðfinnsluvert og lastvert, ok?

  650 World Class Scientists Say Global Warming is Nonsense ... http://www.nowpublic.com/world/650-world-class-scientists-say-global-warming-nonsense

More Than 650 International Scientists Dissent Over Man-Made Global Warming Claims, http://www.panicwatch.org/article.pl?title=650%20Global%20Warming%20Skeptics%20Vs.%20The%20UN

Scientists abandon global warming 'lie'
650 to dissent at U.N. climate change conference , http://www.globalresearch.ca/index.php?context=va&aid=11383
More Than 650 Scientists Dissent over UN Global Warming Report , http://slapstickpolitics.blogspot.com/2008/12/more-than-650-scientists-dissent-over.html

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 17:33

23 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þorsteinn

Þér til fróðleiks ætla ég að benda þér á grein eftir Johann Hari: Our heat is turning the Arctic into an alien landscape

Johann er samþykkur ríkjandi kenningum um GW, en greinin er ekkert merkileg, hún er jafnvel frekar vond. Í athugasemdum koma nokkrir GW-efasemdarmenn sterkir inn. Þarna eru nokkuð sterk rök og ákveðnar hugmyndir, skýringar og heimildir, en ekki bara hlekkir á næsta samsæriskenninga-æsingavef.

Þú, Þorsteinn, getur vel haft rétt fyrir þér um alla hluti. En sú leið sem þú virðist velja til að komast að niðurstöðu og til að sannfæra aðra er ekki sérlega virðingarverð. Þú byggir allt á rökvillum og æsingi. auk þess að vera með samsæriskenningaheilkennið; þeas. að trúa alltaf ólíklegu minihlutaskoðuninni, hver sem hún er, því það er svo spennandi - allavega er ekki annað að sjá af bloggi þínu. Trúir þú því virkilega að Obama sé ekki bandarískur ríkisborgari og hafi ekki fæðst í Hawai?

Þess má að lokum geta að ég fann þennan lista þinn og Googlaði nokkra af þessum vísindamönnum. Þeir sem ég rakst á hafa aldrei sagt neitt sem réttlætt gæti þess orð þín:

Þetta með að tengja Koldíoxíð (eða CO2) og heimshitnun (e. Global warning) saman er því í raun og veru ekkert annað en peningaplokksaðferð.

Þeir ei hinsvegar margir hverjir að benda réttilega á að módelið sem þarf til að spá fyrir um þessa hluti sé afar flókið og að sumir (Al Gore) séu farnir að skapa full mikinn æsing, þegar ýmis gögn benda til þess að CO2 losunin sé einungis hluti af vandanum. Þú hinsvegar lætur eins og þessir 650 vísindamenn á listanum (sem mér skilst að viti sumir hverjir ekki að þeir séu á honum) séu allir að segja það sama og þú: eitthvað samsærisbrjálæði og afdráttarlaus afneitun á áhrifum mannsins á loftslagið. Því fer fjarri að það sé rétt túlkun eftir því sem ég kemst næst.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 14.9.2009 kl. 22:12

24 identicon

 Kristinn

Líklegast er allt hjá þér sem heitir samsæri bannorð, svo og infowars.net og allt sem hefur að gera með samsæri, og eftir því að dæma þá var það ekki samsæri þegar Brútus og fylgismenn hans drápu Sesar, ekki satt? Hvað um það, ég held því fram að Jörðin samhliða öðrum plánetum hafi reyndar hitnað útfrá öðrum orðsökum en CO2. Í því sambandi hef ég bent á aðrar staðreyndir (Climate change hits Mars PDF , Shows Sun Responsible for Planet Warming PDF  ), en það er eitthvað sem hann  Svatli  talar alls ekkert um í þessari grein hérna, þú? Þú ættir kannski að athuga það allt saman og einnig þetta um  Global Warming on Pluto Puzzles Scientists By Robert Roy Britt .

Sjáðu til í þessari kvikmynd hans Al Gore-s, þá sýnir hann Gore ekki nein tengsli milli GW og styrkleika PPM og það vantar algjörlega, já og það vantar einnig sýna fram á það í þessari grein hans Svatli . Ef það eru einhver tengsli milli hitastigs Jarðar og CO2, þá ætti CO2 styrkurinn yfir þessi 650 þúsund ár að vera hæstur og hitastig Jarðar hæst samkvæmt því, en þannig er það bara alls ekki yfir allt þetta tímabil, þú? Þegar að Al Gore sýnir hæsta CO2 styrkleikann á þessu grafi sínu þá passar þessi styrkleiki alls ekki við hitastigið, eða hvað þá við einhver óvenjuleg heit tímabil yfir öll þessi 650 þúsund ár.

Svo spyr ég þig, hvar eru öll þessi ýmis gögn, eða :"ýmis gögn benda til þess að CO2 losunin sé einungis hluti af vandanum"?  

Annað:  

Ég veit ekki betur en hann Obama fæddist í Kenía, og það eru skyldmenni hans Obama sem að tala um það, svo og fólkið sem býr þar, en hérna sjáðu til ég (Þorsteinn) hef nákvæmlega ekkert verið tala um hvar Obama fæddist, þú sem ert að tala um að ég sé með "rökvillur"?   

Sjá hérna Obama's Half Brother in Kenya Kenyan Ambassador admits Obama born in Kenya , Obama's Village - Kenya , Obama's Kenyan Family

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 00:21

25 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þorsteinn, það bendir nú flest til að þú hafir ekki skrollað upp fyrr (í gær) og lesið svarið sem ég skrifaði klukkan 9:49 þann 14. september. Í þeirri athugasemd geri ég ýmsar athugasemdir við tenglana og heimildirnar sem þú dregur þar fram. Ég bendi þar á ágætis tengil til að afla sér þekkingar á því hvað gróðurhúsaáhrifin eru.

Þessi tengill Global Warming on Pluto Puzzles Scientists By Robert Roy Britt sem þú setur inn Þorsteinn, hefur þú tekið þig saman og lesið það sem stendur í greininni? Það stendur m.a. eftirfarandi þar:

"The change is likely a seasonal event, much as seasons on Earth change as the hemispheres alter their inclination to the Sun during the planet's annual orbit."

Þetta þýðir í raun það, að það er heitara vegna þess að Plútó var nær sólinni þegar seinni mælingin var gerð, en þegar fyrri mælingin var gerð. Þetta er eins og að taka hitastigið á Íslandi um vetur, koma svo 10 árum seinna og mæla hitastigið í júlí og álykta svo að hitastigið á Íslandi hljóti að vera hækkandi. Plútó er um 248 ár að fara einn hring í kringum sólina, s.s. við höfum fylgst með honum síðan 1930, sem er ekki einu sinni hálft Plútó ár. Það er ekki nokkur vegur að álykta að hlýnun á Plútó sé vegna sólarinnar.

Þar fyrir utan Þorsteinn, þá ber mér ekki skylda hér til að telja upp alla vísindamenn og öll vísindaleg rök á bakvið allar kenningarnar um hækkun hita vegna gróðurhúsalofttegunda, þó svo þig langi til að sjá það allt útskýrt á þessum síðum hér. Ég ráðlegg þér að afla þér þekkingar um þessi mál, góð hugmynd er að byrja á að lesa ýmislegt á Loftslag.is, eins er fjöldamikið á þessari síðu hjá NASA. Og með því að nýta sér Google þá er líka hægt að afla sér heimilda um ýmis mál. Það þarf bara að taka sumum heimildum með vissri varúð, NASA er t.d. almennt talin betri heimild en Dakota Voice, í vísindalegu samhengi.

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.9.2009 kl. 01:10

26 identicon

Svatli

Fyrir það fyrsta, þá þýðir þetta Sólin sé að hitna upp í einhvers konar Sun Cycle, og það hefur nákvæmlega ekkert að gera með CO2, en þetta er eitthvað sem hann AL-Gore og áróðurs meistarar CO2-gróðurhúsalofttegund passa sig reyndar á því sérstaklega að tala alls ekki um (e. "solar cycle caused"), þú? Þar sem það passar og/eða hentar ekki í áróðrinum, því að hitnun Sólarkerfisins kallar á frekkari spurningar, varðandi CO2 -áróðurs meistararna,  eða þetta lið sem vilja tengja GW við allt sé að mannavöldum (e. human cause), en ekki útaf ástæðum Sólar -cycle (e. "solar cycle caused") og reyna neita því algjörlega, en þú það er samt búið að sanna að aðrir himinhnettir séu að hitna upp af ástæðum af völdum Sólar -cycle  (e. "solar cycle caused"). http://www.space.com/scienceastronomy/pluto_warming_021009.html     

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:54

27 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þorsteinn, ertu ekki að grínast í mér...

Þú virðist ekki lesa neitt af því sem hér er ritað, hvað þá heldur þínar eigin tilvitnanir sem þú færir fram sem einhverskonar sönnun fyrir máli þínu. Í tenglinum sem þú tengir við í athugasemdinni klukkan 14:54, sem væntanlega á að styðja mál þitt um aðrar plánetur séu að hitna vegna sólarinnar, þá stendur eftirfarandi:

"The change is likely a seasonal event, much as seasons on Earth change as the hemispheres alter their inclination to the Sun during the planet's annual orbit."

og

"The increasing temperatures are more likely explained by two simple facts: Pluto's highly elliptical orbit significantly changes the planet's distance from the Sun during its long "year," which lasts 248 Earth years; and unlike most of the planets, Pluto's axis is nearly in line with the orbital plane, tipped 122 degrees. Earth's axis is tilted 23.5 degrees."

Sem er reyndar nákvæmlega sami tengill og þú settir fram klukkan 00:21 og ég svaraði klukkan 01:10. Orðin solar cycle caused koma hvergi fram í tilvitnun þinni...

Ef þú ætlar að setja fram fleiri staðhæfingar og fullyrðingar hér, þá verður þeim ekki svarað nema að eitthvað samræmi sé á milli þess sem þú heldur fram og þeim heimildum sem þú vitnar í.

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.9.2009 kl. 15:21

28 Smámynd: Kristinn Theódórsson

lol gleymdu þessu. Ljósin eru kveikt, en það er enginn heima.

Kristinn Theódórsson, 15.9.2009 kl. 16:12

29 identicon

Svali

Þú hefur greinilega ruglað þessu saman, ef við tökum þetta lið fyrir lið hérna, þá var ég að tala við hann Kristinn með þessari tilvitnun um Plútó halló!!(  Global Warming on Pluto Puzzles Scientists By Robert Roy Britt og þar kemur þessi tilvitnun fyrst fram á sjónarsviðið hérna (sjá #15.9.2009 kl. 00:21), athugaðu það maður, því ég hafði þá ekkert minnst á þetta við þig hérna, en það þýðir ekkert að reyna skálda yfir eitthvað hérna við mig. Þú Svatli tekur svo þenna texta út úr vægast sagt langri útskýringu af þessari vefsíðu, sjá til hérna þetta hjá mér var bara auka atriði sem ég var reyndar að benda honum Kristin á hérna, halló? Nú þú getur sé það sjálfur, því þar kemur þessi tilvitnum fyrst fram, sjá #15.9.2009 kl. 00:21? Hvað varstu annars að reyna skálda yfir? Nú ég setti "" gæsalapir í kringum orðið "solar cycle caused",  svo þú vissir hvað ég átti við með hitnun Sólarkerfisins í þessu sambandi, eða hvað ég  væri að tala um.  Hvernig er það ertu þú að neita þessu ástæðum með Sólar -cycle (e. "solar cycle caused")hummm já eða Nei?  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 17:25

30 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Þorsteinn, mér sýnist þú, því miður, ekki hafa mikla innsýn í heim reikistjörnufræðinnar. Ég hef fylgst reikistjörnufræðinni um árabil og kynnt mér þetta vægast sagt mjög vel.

Í fyrsta lagi höfum við fylgst með reikistjörnunum í svo skamman tíma að það er ómögulegt fyrir okkur að draga einhverjar ályktanir um hnattrænar hlýnanir í sólkerfinu. Það segir sig sjálft, að þegar hnöttur hefur umferðartíma upp á áratugi eða tvær aldir, að við vitum eitthvað um loftslagsbreytingar þar. Við höfum ekki hugmynd um árstíðasveiflur reikistjarnanna, vitum lítið sem ekkert um veðrakerfin og þaðan af síður um sögu loftslags á þessum hnöttum.

Loftslagsbreytingar á Plútó má að líkindum rekja til tímabundinnar þykknunar lofthjúpsins. Þú getur lesið aðeins um lofthjúp Plútós hér.

Loftslagsbreytingar á Mars eru ekki hnattrænar heldur staðbundnar. Þær má líklegast rekja til dökkleitra basaltshraunbreiða sem draga í sig meiri geislun en ljósari svæðin í kring. Það ætti að gefa ágætis vísbendingu um að sólin sé þar tæpast sökudólgurinn. Þú getur lesið um það hér og í leiðinni fræðst aðeins um lofthjúp og loftslag Mars. Líkt og tekið er fram þar vitum við einfaldlega alltof lítið um lofthjúp Mars til að draga einhverjar stórkostlegar ályktanir um hann.

Sama á við um aðra hnetti sólkerfisins. Ekki eru allir hnettirnir að hlýna, einungis sumir sem sýna einhver merki hlýnunar. Það væri í meira lagi skrítið ef sumir hlýnuðu en ekki allir ef sólinni er eingöngu um að kenna. Sólblettasveiflan er í lágmarki þessi misserin. Útgeislun sólar er örlítið minni en venjulega.

Sjá líka þetta um hnattræna hlýnun á Tríton, tungli Neptúnusar, einum kaldasta stað sólkerfisins.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 15.9.2009 kl. 21:08

31 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

"Ég hef fylgst reikistjörnufræðinni um árabil og kynnt mér þetta vægast sagt mjög vel." Þarna vantar "... um árabil, er að mennta mig í þessum fræðum og hef því kynnt mér þetta vægast sagt mjög vel."

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 15.9.2009 kl. 21:09

32 identicon

Sæll hérna stjornuskoðun.is

Hérna ég hef reyndar kynnt mér Stjörnufræði, en kannski ekki allt þetta sama og þú hérna. Hvað um það, við erum eins og þú getur sé að deila hérna um CO2-Gróðurhúsaáhrif á Jörðunni (e.  Global Warming) og hins vegar hitnun eða hlýnunar Sólarkerfisins (e. solar cycle caused ). Nú við eru að deila um þetta atriði sem þessir CO2- áróðursnillingar vilja ekkert tala um. Þú hérna stjörnuskoðun.is vilt meina að sumir himinhttir séu að hlýna og ekki allir í þessu sambandi, eða "Ekki eru allir hnettirnir að hlýna, einungis sumir sem sýna einhver merki hlýnunar.", Ok? En ert þú að hafna þessir kenningu um hitnun sólkerfisins (e. solar cycle caused) eða hvað? 

 NASA Study Acknowledges Solar Cycle, Not Man, Responsible for Past Warming: http://climaterealists.com/index.php?id=3533 

Sun Blamed for Warming of Earth and Other Worlds: http://www.livescience.com/environment/070312_solarsys_warming.html

Global Warming on Mars, Pluto, Triton and Jupiter strongly points towards the Sun or Some other cosmic force being the cause of the recent global warming on Earth. http://seoblackhat.com/2007/03/04/global-warming-on-mars-pluto-triton-and-jupiter/

Solar Activity, Earth Warming: http://www.eskimo.com/~nanook/science/2007/01/solar-activity-earth-warming.html

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 22:03

33 identicon

Kristinn

Ég gleymdi þessu næstum því alveg í öllu þessu, en hér er eitthvað um þessa 650 vísindamenn er hafna þessu með þeas.  CO2-Gróðurhúsaáhrif (e.  Global Warming) þú? http://epw.senate.gov/public/index.cfm?FuseAction=Files.View&FileStore_id=83947f5d-d84a-4a84-ad5d-6e2d71db52d9

http://epw.senate.gov/public/index.cfm?FuseAction=Minority.SenateReport

http://epw.senate.gov/public/index.cfm?FuseAction=Minority.Blogs&ContentRecord_id=595F6F41-802A-23AD-4BC4-B364B623ADA3

http://www.rightsidenews.com/200808191759/energy-and-environment/global-warming-skeptics-prominently-featured-at-international-scientific-meeting.html

Annað: Getur þú nokkuð sagt mér frá einhverjum link eða bent mér á eitthvað sem sannar þetta sem þú segir hérna, eða að:"...um 650 vísindamenn á listanum sem mér skilst að viti sumir hverjir ekki að þeir séu á honum.."???? 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 01:26

34 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hér er ágætis lesning varðandi þessa 650 "vísindamenn":

http://www.uwgb.edu/DutchS/PSEUDOSC/650Skeptics.HTM

Höskuldur Búi Jónsson, 16.9.2009 kl. 08:47

35 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Varðandi aðra hnetti, þá er góð bloggfærsla hér þar sem farið er í saumana á mýtunni um hlýnun á öðrum hnöttum - almennt séð eru það þeir sem eru í verstu afneituninni sem halda þessari mýtu fram - þ.e þeir sem eiga erfitt með að hugsa rökrétt:

http://greenfyre.wordpress.com/2009/09/14/climate-change-deniers-are-not-from-mars/

Höskuldur Búi Jónsson, 16.9.2009 kl. 09:04

36 identicon

Höski Búi

Ég rétt eins og þessir 650 eða núna í dag  700 vísindamenn megum  hafa okkar  skoðanir í friði eða hafa aðra skoðun á þessu, ekki satt? Jú Jú þú mátt reyna nefna allt lygi og mýtur og segja að við hugsum ekki rökrétt, málið er bara að við hugsum rökrétt. Þú hefur kannski eithvað á móti því að við tölum um aðra himinhnetti, en hérna hefur þú nokkuð á móti því að við ræðum um Sólina og/eða áhrif hennar sjálfar eða hitnunar eða hlýnunar Sólarkerfisins þeas. (e Solar Cycle) í þessu sambandi?  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 09:39

37 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég hef ekkert á móti því að tala um sólina - en hún hefur jú áhrif á sveiflur í loftslagi jarðar - sveiflur sem leggjast síðan ofan á undirliggjandi hlýnun jarðar sem er af mannavöldum.

En ég hef samt ekki tíma til að útskýra þetta fyrir þér og bendi þér á að lesa t.d. þessar greinar af loftslag.is: Orsakir fyrri loftslagsbreytinga, Grunnatriði kenningarinnar og Hlýnunin nú er af völdum Sólarinnar

Höskuldur Búi Jónsson, 16.9.2009 kl. 09:46

38 identicon

Höski ....sem leggjast síðan ofan á undirliggjandi hlýnun jarðar sem er af mannavöldum..."

Þú mátt hafa þennan Al-Gore CO2- gróðurhúsaáróður fyrir þig, því ég tek alls ekki undir hann eða hvað þá styð hann, þar sem að hann Al Gore fer bara með ósannindi aftur og aftur, eins og td. þegar hann sýnir hæsta CO2 styrkleikann á þessu grafi og þá passar þessi styrkleiki alls ekki við hitastigið, eða hvað þá við einhver óvenjuleg heit tímabil yfir öll þessi 650 þúsund ár, en hérna Höski Búi ég ætla að skoða þetta sem þú varst að benda á  hérna, ok?  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 10:21

39 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Þú hérna stjörnuskoðun.is vilt meina að sumir himinhttir séu að hlýna og ekki allir í þessu sambandi, eða "Ekki eru allir hnettirnir að hlýna, einungis sumir sem sýna einhver merki hlýnunar.", Ok? En ert þú að hafna þessir kenningu um hitnun sólkerfisins (e. solar cycle caused) eða hvað?

Ég svaraði þessu í textanum. Sumir hnettir í sólkerfinu (Júpíter, Plútó, Tríton, Mars staðbundið), ekki allir, hafa sýnt merki um tímabundna hlýnun. Það er í meira lagi skrítið ef sólinni er eingöngu um að kenna. Hvers vegna hlýnar ekki á öllum hnöttum ef orkuútgeislun sólar hefur aukist. Solar cycle þýðir sólsveifla eða sólblettasveifla. Á meðan sólblettasveiflunni stendur eykst og minnkar orkuútgeislun sólar örlítið. Nú er sólblettasveiflan í djúpu lágmarki, orkuútgeislunin hefur minnkað. Hvort það muni leiða til kuldakasts í framtíðinni eða ekki, það mun tíminn einn leiða í ljós. 

Sú hlýnun sem virðist eiga sér stað á þessum hnöttum er miklu sennilegar árstíðabundnar loftslagsbreytingar, breytingar á orkuflæði frá pólsvæðum til miðbaugs og fleira. En eins og ég segi, við vitum einfaldlega alltof lítið um loftslag annarra hnatta til þess að draga einhverjar stórkostlegar ályktanir um hlýnun eða ekki hlýnun. 

Á Júpíter eru merki um hlýnunarsvæði. Í lofthjúpnum eru hlýsvæði þar sem hlýrri stormar rísa upp á við og stinga kollinum í gegnum skýin í kring. Þetta er næstum örugglega staðbundið, ekki hnattrænt. Lofthjúpur Júpíters er gríðarlega flókinn. Við skiljum hann ekki. Þar birtast og hverfa blettir og svæði með reglulegu millibili. Þú getur séð það sjálfur með því að fylgjast með Júpíter í gegnum sjónauka. En það er bjart framundan í rannsóknum á lofthjúpi Júpíters. Árið 2016 verður gervitunglið Juno á sporbraut um Júpíter. 

Kannski sýnir öll þessi umræða hvað það er mikilvægt að verja fjármagni í rannsóknir á öðrum reikistjörnum sólkerfisins. Þær geta nefnilega kennt okkur óhemju mikið um veröldin sem við búum í.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 16.9.2009 kl. 10:50

40 identicon

Höski Búi

þetta blogg hérna fjallar að mestu ef ekki eingöngu um þennan áróður ykkar fyrir þessum CO2- mytru ásamt öllum þeim ósannindum sem ætlast er til að menn kaupi. Nú þetta er kannski bara hugsað fyrir þennan CO2 áróður í framtíðinni. Ég hef bæði heyrt og séð þetta áður, en  ég skil ekkert í þér að benda mér á þessar bull greinar á loftslag.is þegar ég er nýbúinn að segja að ég kaupi ekki þetta hjá ykkur.

stjörnuskoðun.is

Mér fannst þetta mjög gott svar hjá þér og hef fengið áhuga á að lesa mig meira til um þetta með sólsveiflu eða sólblettasveiflu "Solar cycle". Ég vona að þér sé sama þótt ég hafi samband við þig síðar meir varðandi þetta allt saman, eða eftir að ég er búinn að fara yfir öll þessi gögn sem tengjast þessu öllu.  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 17:15

41 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ó - þú vilt sem sagt ekki hlusta á rök. Big surprise...

Höskuldur Búi Jónsson, 17.9.2009 kl. 14:57

42 identicon

Höski Búi

Þetta eru ekki rök hjá ykkur heldur lygar og áróður, fyrir utan það þá sýnið þið ekki fram á nein rök, hvorki með þessu bulli hans Al Gore sem ég hef reyndar bent þér á né öðru. Þessi vefur ykkar Loftslag.is er greinilega hugsaður til þess að koma inn hjá fólki þessari lygi um CO2 gróðurhúsaáhrif og hann þessi vefur verður örugglega með þessar sömu lygi aftur og aftur í nánustu framtíð.     

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband