22.2.2007 | 15:30
Klám = hvalveiðar
Ég ætla nú ekki að taka afstöðu til klámráðstefnunnar, enda hef ég engan áhuga á henni. Það er slæmt þegar það er sett upp eins og að Íslendingar séu fólk, sem velur hvalveiðar fram yfir klám og það er sett samasem merki þar á milli. En það er einmitt þannig sem að þetta er sett upp á heimasíðu ráðstefnunnar. Ég tel að það hafi verið viðskipta sjónarmið (kannski með smá þrýstingi) sem hafi valdið því að hótelið valdi að segja upp samningum við ráðstefnuna. Þetta hlýtur að snúast um "ímynd" hótelsins, fyrir eigendurnar.
Mér finnst það lýsa eðli þeirra sem að ætluðu að halda ráðstefnuna, að þeir eru til í að blanda alls óviðkomandi máli inn, sem eitthvert val sem að Íslendingar tóku þegar hótelið tók sína ákvörðun. Þ.e. ef við fáum ekki okkar vilja þá svínum við ykkur út...
Ég er viss um að það væri hægt að taka annan pól í hæðina en þennan tón sem er á heimasíðu ráðstefnunnar. En þeir eru búnir að velja sinn stíl og frá mér séð, minnkar sá stíll þeirra trúverðugleika.
Hætt við klámráðstefnu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
150 einstaklingar munu setja þetta upp á heimasíðum sínum. Þeir munu fá aðrar síður með sér í lið. Þegar við skoðum þetta þá sjáum við að við fengum einn stæðsta iðnað heims upp á móti okkur. Landkynning er greinilega svoleiðis að á íslandi búi fasistar sem drepa hvali sér til skemmtunar.
Fannar frá Rifi, 22.2.2007 kl. 18:20
Ég sem hélt að þjóðin væri svo frjálslynd og nútímaleg, greinilega margfalt íhaldssamari en ég hélt. Oft gerum við grín að öfgatrú/öfgasiðferði sem finnst í suðurríkjum Bna, en erum svo sjálf ekkert skárri. Þetta viðbjóðslega ástand virðist tengjast þeirri forsjárhyggju og bannæði sem hefur farið vaxandi seinustu árin. Það eru tugir þúsunda fasista hér á landi sem sjá ekkert að því að þröngva eigin siðferði yfir aðra,
Svo finnst mér furðulegt að engir pólitíkusar þori að taka afstöðu með ráðstefnunni (eða einfaldlega afstöðu með eðlilegu ferðafrelsi fólks). Það eru örugglega einhverjir þingmenn sem hafa leynilega gaman af klámi, hlutföllin eru allavega slík að það er mjög ólíklegt að þeir séu allir á móti því. En hræðslan við pólitíska rétthugsun er mikil, sérstaklega rétt fyrir kosningar.
Geiri (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.