Svört skýrsla

Loks kom skýrsla vísindamanna á vegum Sameinuðu þjóðanna út. Hún er sú svartasta sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér vegna loftslagsbreytinganna. Það er vonandi að þjóðir heims muni taka þessa skýrslu alvarlega og reyna að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda. Það vantar nýjan samning til að taka við af Kyoto samningum. Það má ekki verða þannig með slíkan samning að þjóðir heims geti komið sér hjá að samþykkja hann, án skuldbindinga. Ábyrgðin er okkar allra.
mbl.is Samkomulag náðist um loftslagsskýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Mjög margir vísindamenn hafa sagt sig frá þessari vinnu S.þ.  Sjónarmið þeirra er hægt að sjá í mjög merkilegum þætti. slóðin er

http://video.google.com/videoplay?docid=4340135300469846467&q=%22The+Great+Global+Warming+Swindle%22 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 6.4.2007 kl. 10:58

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Athyglisverður þáttur. Það er gott að fá annan vinkil í umræðuna. 

Í grundvallaratriðum er ég ekki sammála mörgu af því sem þarna kemur fram. En það eru þó punktar sem vert er að skoða nánar, og geri ég ráð fyrir að vísindamenn séu að vinna í því.

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.4.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband