Á þriðja tug þúsund bíla óskoðaðir í umferðinni

Ég hef af og til velt því fyrir mér, hvers vegna tiltölulega hátt hlutfall bíla í umferðinni eru óskoðaðir eða eru á grænum miða og hafa ekki sinnt því að fara í endurskoðun. Ég hugsaði með mér að það hlyti að vera ólöglegt að keyra á óskoðuðum bílum, eða í það minnsta hefði það afleiðingar. Þær afleiðingar ímyndaði ég mér m.a. að gætu verið, að bílar fengju sektir eða væru á ótryggðir í umferðinni (það eru reyndar ca. 3 þús. ótryggðir bílar í umferðinni).

Svarið við þessum vangaveltum mínum fékk ég svo í fréttum Rúv. Samkvæmt fréttinni, hafa frá árinu 2004, ekki verið sendar út sjálfkrafa sektir, fyrir að koma ekki með ökutæki í skoðun. Frá þeim tíma hefur það eina sem hægt er að gera vegna óskoðaðra bíla, verið það að lögregla klippi númerin af bílunum. Svo lengi sem kerfið er svona og á meðan það eru svo margir bílar óskoðaðir í umferðinni, þá kemst lögreglan ekki yfir, nema verstu tilfellin. Þar með er hætta á, að það séu illa útbúnir bílar í umferðinni sem eru hættulegir. 

Þessu þarf löggjafinn að taka á, og breyta til hins betra. Það á að vera hægt að senda ámynningu, sektir og jafnvel keyrslubann út sjálfkrafa, á okkar tölvuvæddu tímum. Einnig hljóta tryggingafélög, að vilja hafa ökutæki, sem að þeir tryggja, skoðuð. Þannig er hugsanlega grundvöllur fyrir að þau komi lítillega að málinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband