Stjórn og stjórnarandstaða

Jæja, Ingibjörg og Geir sitja og ræða stjórnarmyndun. Vonandi fá jafnaðar- og umhverfismálin pláss í stefnu komandi ríkisstjórnar. Eftir 12 ára setu Framsóknar og Sjálfstæðismanna, er tími til kominn  að þau málefni fái meira pláss í umræðunni. Ég er viss um að VG mun reyna að halda þeim við efnið þó þeir muni finna til ákveðinnar minnimáttarkenndar í stjórnarandstöðunni.  

Talandi um stjórnarandstöðuna, þessir þrír flokkar sem væntanlega munu skipa hana, eiga afskaplega fátt sameiginlegt, annað en hugsanlega að vera í stjórnarandstöðu. Útlendingastefna Frjálslyndra mun vafalítið verða hverfandi, þó Jón Magnússon muni minna á hana í ræðu. Framsóknarflokkurinn fær nú 4 ár til að hugsa ráð sitt. Jón Sigurðsson verður sjálfsagt ekki formaður svo lengi. Ég giska á að Björn Ingi verði orðin formaður innan tveggja ára. Þeirra stjórnarandstaða mun eflaust verða beint að einhverju leiti að því að verja þá landbúnaðarstefnu sem verið hefur. VG reynir svo að halda stjórninni við efnið varðandi umhverfismál. En ég á ekki von á harðri stjórnarandstöðu.

Í ríkisstjórn með svo stóran meirihluta er líklegt að einhverjir innan stjórnarflokkanna verði í "stjórnarandstöðu" á köflum. Það getur verið sterkur leikur hjá einstökum persónum að sýna smá "andstöðu", án þess þó að "skemma" fyrir ríkisstjórninni. Þetta verður stjórn með stóran meirihluta, 43 þingmenn á móti 20 í stjórnarandstöðu. Þetta þýðir að það geta 11 þingmenn stjórnarinnar verið í "andstöðu" án þess að þingmeirihlutinn falli, það hlýtur að vera Íslandsmet. Það er s.s. pláss fyrir 11 stk. af Kristni H. Gunnarssyni, ef það er hægt að setja það þannig upp...ekki að það væri óska staðan.

Vonandi tekst þeim að bræða saman sterkan málefnasamning sín á milli. Samning sem tekur tillit til jafnaðar- og umhverfisstefnu, ásamt sterkrar samkeppnisstöðu Íslands með vaxandi stöðugleika. Já af hverju ekki vera dálítið bjartsýnn...það veitir ekki af smá jákvæðni í umræðuna.


mbl.is Össur: Unnið að samræmingu þess helsta og besta úr stefnu flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband