19.5.2007 | 17:44
Háhýsi?
Hvers vegna eigum við að byggja háhýsi á Íslandi? Við þurfum að huga að því sem við höfum á Íslandi. Það er m.a. útsýni, ekki bara fyrir þá sem búa í háhýsum, heldur líka fyrir þá sem munu búa í grend við þau. Það er m.a. sólin, þegar hún lætur sjá sig, þá væri ágætt að geta séð hana, líka þeir sem búa í grendinni. Svo eru það einnig sviptivindar við háhýsi, þeir eiga það til að aukast að orku og verða hvimleiðir í nágrenni háhýsa. Persónulega finnst mér skuggahverfið ekki til prýði, og hef líka á tilfinningunni að sumir af þeim sem keyptu í fyrstu húsunum þar, missi brátt hið eftirsótta útsýni, vegna nýrra framkvæmda.
Ég heyrði einhvern segja að það séu margir sem hafi áhuga á því að búa í miðbænum, og þess vegna sé ástæða til að byggja háhýsi í miðborginni. Já, en það fólk sem tekur þátt í skoðanakönnunum varðandi það hvort að það hafi áhuga á að búa í miðborginni, hvað sér það fyrir sér? Sér það ekki hin gamla miðbæ fyrir sér, með öllu því sem honum tilheyrir? Ef ég væri spurður þessarar spurningar í dag, þá gæti ég freystast til að svara því til, að ég hefði áhuga á því að búa í miðborginni í framtíðinni. En ég hef ekki áhuga á að búa í háhýsi.
Höldum sérstöðu okkar, byggjum ekki háhýsi bara af því að það er hægt. Sleppum því frekar, af sömu ástæðu, vegna þess að það er hægt og það er í okkar höndum að ákveða hvaða stefnu við viljum taka. Látum það ekki viðgangast, að leyfilegt sé að byggja rúmlega 5 fermetra fyrir hvern 1 lóðarfermeter eins og gert verður á Höfðatorginu.
Því ber þó að fagna, að það eigi að vinna að stefnumótun í þessum málum, hana hefur vantað hingað til. Vonandi verður gert ráð fyrir virkum grendarkynningum í þessari stefnumótun. Það er allra hagur að gerðar séu góðar grendarkynningar áður en framkvæmdir hefjast, svo að sem flestir geti sagt skoðun sína á slíkum framkvæmdum.
Háhýsastefna í mótun í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.