Hvað er til ráða ?

Það virðist vera sem Mugabe lifi í öðrum heimi en aðrir hér í heimi. Hann virðist komast upp með að brjóta mannréttindi á íbúum lands síns og það er lítið sem ekkert hægt að gera. Þó að það séu settar viðskiptaþvinganir á landið, þá verða engar umbætur í landinu. Það er slæmt, þegar hægt er að halda heilli þjóð í gíslingu, allt vegna hugaróra eins manns. Það virðist vera það, sem er að gerast og hefur verið að gerast í langan tíma. Það er hættulegt þegar fólk situr svo lengi á valdastóli að það hættir að sjá afleiðingar eigin gjörða. Sem betur fer er þetta ekki svo algengt, þó dæmin séu nokkur. 

En hvað er til ráða? Hvað er hægt að gera til að stoppa svona menn af? Siðblinda hans virðist hafa náð slíkum hæðum að það er ekki hægt að rökræða við hann lengur.

Já er nema von að maður spyrji.  

 


mbl.is Tsvangirai handtekinn öðru sinni af öryggislögreglu Mugabe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband