Færsluflokkur: Bloggar

Hún virtist sniglast yfir borgina

Maður starfsfélaga míns er flugumferðarstjóri. Hann hringdi í hana með upplýsingar um að vélin væri að koma yfir Reykjavík. Við þurftum bara að horfa yfir Gróttu. Og viti menn, þarna birtist hún, og maður sá strax úr fjarlægð að þetta er stórt stykki. Hún hringsólaði aðeins yfir Faxaflóa tók 2 hringi og flaug svo tignarlega yfir Engey og sem leið lá yfir borgina. Það leit út fyrir að hún sniglaðist yfir borgina og svo vippaði hún vængjunum og veifaði til okkar. Mjög tignarlegt og flott.

Hún fór það nálægt að maður gat greint að það eru tvær hæðir á henni, en það er samt erfitt að átta sig á því hversu stór hún er í raun. Það segir þó eitthvað um stærðina að það geta verið yfir 800 manns í henni.


mbl.is Stærsta farþegaþota í heimi yfir Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greyið karlinn

Mér finnst, að ef fólk ætlar að stunda svona glæfra akstur, þá á það bara að taka gjörðum sínum. Hann tekur ákveðna áhættu, og það er öruggt að hann hefur vitað af sínum eigin akstri. Annars hefði hann ekki keypt þennan grip. En þetta er svo sem ekkert nýtt, þetta er einstaklingshyggjan í algleymi. Hann hugsar aðeins um sjálfan sig, og verður reiður, og ekki út í sjálfan sig fyrir að hafa keyrt of hratt. Nei, honum finnst að hann hefði átt að komast upp með þetta vegna þess að hann var búinn að kaupa tæki sem átti að hjálpa honum að komast upp með athæfið. Já ekki er öll vitleysan eins. Woundering

En þetta minnir mig á viðtal sem að ég sá í Kastljósi þar sem komið var inn á umferðarmál. Maðurinn sem talað var við, talaði um að hann þyrfti alltaf að hægja á sér við Blönduós. Já þetta heyrir maður oft, en ef að hann bara keyrði á löglegum hraða, þá þyrfti hann að sjálfsögðu ekki að hægja á sér. Eða hvað? Þetta sló mig bara vegna þess að mér fannst hann tala, eins og hann væri alger engill í umferðinni Tounge


mbl.is Vill fá endurgreiddan radarvarann vegna hraðaksturssektar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klám = hvalveiðar

Ég ætla nú ekki að taka afstöðu til klámráðstefnunnar, enda hef ég engan áhuga á henni. Það er slæmt þegar það er sett upp eins og að Íslendingar séu fólk, sem velur hvalveiðar fram yfir klám og það er sett samasem merki þar á milli. En það er einmitt þannig sem að þetta er sett upp á heimasíðu ráðstefnunnar. Ég tel að það hafi verið viðskipta sjónarmið (kannski með smá þrýstingi) sem hafi valdið því að hótelið valdi að segja upp samningum við ráðstefnuna. Þetta hlýtur að snúast um "ímynd" hótelsins, fyrir eigendurnar. 

Mér finnst það lýsa eðli þeirra sem að ætluðu að halda ráðstefnuna, að þeir eru til í að blanda alls óviðkomandi máli inn, sem eitthvert val sem að Íslendingar tóku þegar hótelið tók sína ákvörðun. Þ.e. ef við fáum ekki okkar vilja þá svínum við ykkur út... 

Ég er viss um að það væri hægt að taka annan pól í hæðina en þennan tón sem er á heimasíðu ráðstefnunnar. En þeir eru búnir að velja sinn stíl og frá mér séð, minnkar sá stíll þeirra trúverðugleika. 


mbl.is Hætt við klámráðstefnu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónikan

Þá er ég búinn að lesa og drekka í mig flest það sem skrifað er í hinu nýja blaði, Krónikunni. Þegar ég bjó í Danmörku las ég oft Weekend Avisen. Weekend Avisen kemur út einu sinni í viku og er blað með ýtarlegum greinum og fréttum. Mér hefur fundist vanta slíkt blað hér, og fagna ég því þessu framtaki. Byrjunin lofar góðu og vonandi tekst tímaritinu að þroskast og þróast frekar í náinni framtíð.

Þetta er fyrsta bloggið mitt hér á blog.is. Ég stefni að því að skrifa eitthvað um málefni líðandi stundar í framtíðinni.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband