Hún virtist sniglast yfir borgina

Maður starfsfélaga míns er flugumferðarstjóri. Hann hringdi í hana með upplýsingar um að vélin væri að koma yfir Reykjavík. Við þurftum bara að horfa yfir Gróttu. Og viti menn, þarna birtist hún, og maður sá strax úr fjarlægð að þetta er stórt stykki. Hún hringsólaði aðeins yfir Faxaflóa tók 2 hringi og flaug svo tignarlega yfir Engey og sem leið lá yfir borgina. Það leit út fyrir að hún sniglaðist yfir borgina og svo vippaði hún vængjunum og veifaði til okkar. Mjög tignarlegt og flott.

Hún fór það nálægt að maður gat greint að það eru tvær hæðir á henni, en það er samt erfitt að átta sig á því hversu stór hún er í raun. Það segir þó eitthvað um stærðina að það geta verið yfir 800 manns í henni.


mbl.is Stærsta farþegaþota í heimi yfir Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband